fbpx

Saint-Malo, Bretaníuskagi

Mundo býður upp á sumarnámskeið, í alls kyns útgáfum, í samstarfi við skiptinemasamtökin CEI í Frakklandi sumarið 2019. Á námskeiðunum dvelja þátttakendur á frönskum heimilum í fallegum borgum, fara í frönskutíma fyrir hádegi og taka svo þátt í skemmtilegri dagskrá sem m.a. inniheldur íþróttir, félagsstarf og skoðunarferðir seinni hluta dags.

Þessi frægi staður státar af mikilli og langri sögu sjófara, landkönnuða, sjómanna og smyglara. Borgin St. Malo er umkringd fornum borgarveggjum hlöðnum úr steini. Gaman er að ganga eftir virkisveggjunum og njóta útsýnisins út á flóann. Boðið er upp á þrenns konar námskeiðasamsetningar. Hér er um að ræða reglulega skemmtilega dvöl!

Almennt námskeið

Á virkum dögum fara nemendur í frönskutíma um morguninn og taka svo þátt í skemmtilegri dagskrá og uppákomum seinni partinn. Á laugardögum er farið í skoðunarferð.

Dagskrá inniheldur m.a.:

 • Leiðsögn um Saint-Malo „Intra Muros”
 • Strandleiki
 • Siglingu, bátsferðir
 • Heimsókn í sæsafnið (aquarium)
 • Kennslu í að gera „crêpes”
 • Skoðunarferð um hið fræga Mont Saint-Michel og miðaldabæinn Dinan
 • Bátsferð til að skoða hina fallegu sjávarsíðu Dinard o.m.fl.
LengdTímabilVerð
3 vikur30/06 – 20/07429.000 kr.
3 vikur21/07 – 10/08429.000 kr.
4 vikur30/06 – 27/07499.000 kr.
4 vikur21/07 – 17/08499.000 kr.

Reiðnámskeið í 2 vikur og almennt námskeið í 1-2 vikur

Upplifðu ævintýri á hestbaki og njóttu franskrar menningar!

 • Þetta námskeið er blandað, þ.e. nemendur fara í 2 vikur á reiðnámskeið og taka svo 1 eða 2 vikur á almenna námskeiðinu. Þannig fá þátttakendur sem fjölbreyttasta upplifun.
 • Eftir frönskutímana um morguninn fara nemendur á reiðnámskeið og æfa sig á hestbaki 5 daga í viku (þátttakendur á reiðnámskeiði verða að vera a.m.k. 5 talsins).
 • Reiðnámskeiðin eru aðlöguð að þekkingu þátttakenda (þ.e. byrjendur eða lengra komnir).
 • Nemendurnir fá þjálfun í umhirðu hesta.
 • Hjálmar eru útvegaðir á námskeiðinu.
 • Þátttakendur á reiðnámskeiði taka einnig þátt í vikulegri skoðunarferð með hinum alþjóðlegu þátttakendunum (á laugardögum).
 • Síðan er valið um eina eða tvær vikur af almenna námskeiðinu (sjá umfjöllun hér að framan).
LengdTímabilVerð
*3 vikur30/06 – 20/07459.000 kr.
*3 vikur21/07 – 10/08459.000 kr.
**4 vikur30/06 – 27/07549.000 kr.
**4 vikur21/07 – 17/08549.000 kr.

*2 vikur reiðnámskeið + 1 vika almennt námskeið
**2 vikur reiðnámskeið + 2 vikur almennt námskeið

Siglinganámskeið í 2 vikur og almennt námskeið í 1-2 vikur

Hefur þig alltaf langað að læra að sigla? Þá er þetta tækifærið fyrir þig!

 • Líkt og reiðnámskeiðið er þetta samsett námskeið, þ.e. fyrst er siglinganámskeið í 2 vikur og svo velja þátttakendur um eina eða tvær vikur af almenna námskeiðinu (sjá umfjöllun að framan).
 • Eftir frönskutíma um morguninn fara nemendur á siglinganámskeið með ungmennum af svæðinu.
 • Þar fá nemendur æfingu á seglbát (camaran/tveggja skrokka seglbátur) 5 daga vikunnar hjá vel völdum siglingaklúbbi.
 • Fyllsta öryggis er gætt og allur nauðsynlegur búnaður er útvegaður.
 • Þátttakendur taka einnig þátt í vikulegri skoðunarferð með hinum alþjóðlegu þátttakendunum (á laugardögum).
 • Þátttakendur fara svo í 1 til 2 vikur af almenna námskeiðinu (sjá umfjöllun að framan).
LengdTímabilVerð
*3 vikur30/06 – 20/07459.000 kr.
*3 vikur21/07 – 10/08459.000 kr.
**4 vikur30/06 – 27/07549.000 kr.
**4 vikur21/07 – 17/08549.000 kr.

*2 vikur sigling + 1 vika almennt námskeið
**2 vikur sigling + 2 vikur almennt námskeið