Skelltu þér í djúpu laugina hjá franskri fjölskyldu í Castres, S-Frakklandi

Mundo býður upp á sumarnámskeið, í alls kyns útgáfum, í samstarfi við skiptinemasamtökin CEI í Frakklandi sumarið 2018. Á námskeiðunum dvelja þátttakendur á frönskum heimilum í fallegum borgum, fara í frönskutíma fyrir hádegi og taka svo þátt í skemmtilegri dagskrá sem m.a. inniheldur íþróttir, félagsstarf og skoðunarferðir seinni hluta dags.

Við bjóðum upp á dvöl hjá franskri fjölskyldu í hinni fallegu borg Castres, nálægt Toulouse. Með henni fá ungmenni alls staðar að úr heiminum frábært tækifæri til að upplifa franska menningu og lífstíl á meðan þau dvelja hjá heimafólki.

Fjölskyldurnar sem nemendur dvelja hjá eru valdar af kostgæfni eftir viðtal og heimsókn á viðkomandi heimili af starfsmanni CEI-samtakanna. Forsendur fyrir vali á fjölskyldu eru m.a. gestrisni og opið hugarfar.

Á þessu námskeiði fara þátttakendur ekki í frönskutíma heldur læra beint af fjölskyldunni sem þeir búa hjá. Fjölskyldurnar verða í sumarfríi yfir námskeiðstímann og geta því sinnt þátttakendunum vel. Þannig má fá frönskuna og menninguna beint í æð!

Helstu punktar:

  • Njóttu þess að læra frönsku daglega
  • Upplifðu franska menningu og franskan lífstíl

Verð inniheldur:

  • Fullt fæði og húsnæði
  • Ein skoðunarferð í viku, eða annars konar dagskrá með fjölskyldunni
  • Aðstoð og yfirsjá umsjónarmanns frá CEI allt námskeiðið
  • Flutningur frá Toulose til Castres og aftur til Toulouse

Ekki innifalið í verði er:

  • Persónuleg kaup þátttakanda
  • Aðgangur í daglegar samgöngur (strætó o.þ.h.)
LengdTímabilVerð
3 vikur20 nætur429.000 kr.
4 vikur27 nætur499.000 kr.