fbpx

Sumar- og þjálfunarbúðir í Frakklandi
Heimagisting

Mundo býður upp á þjálfunarbúðir/sumarnámskeið, í alls kyns útgáfum, í samstarfi við skiptinemasamtökin CEI í Frakklandi sumarið 2019. Á námskeiðunum dvelja þátttakendur á frönskum heimilum í fallegum borgum, fara í frönskutíma fyrir hádegi og taka svo þátt í skemmtilegri dagskrá sem m.a. inniheldur íþróttir, félagsstarf og skoðunarferðir seinni hluta dags. Einnig er hægt að velja að taka sérhæfðari námskeið, á borð við reið-, siglinga- eða brimbrettanámskeið, í bland við almenna námskeiðið. Námskeiðin gefa einstaka sýn inn í franska menningu og lífstíl. Að lokum er boðið upp á dvöl hjá franskri fjölskyldu þar sem þátttakendur fá franskt mál og menningu beint í æð, en fara ekki í kennslustundir. Tekið er á móti ungmennum á aldrinum 12-18 ára í almennu námskeiðin og 13-18 ára í sérhæfðari námskeiðin. Athugið að grunnþekking í frönsku er skilyrði til að fá inngang á námskeiðin. Til að sjá nánari umfjöllun um hvert námskeið fyrir sig má smella á viðeigandi felliglugga undir sumarnámskeið.

Fjölskyldurnar

 • Fjölskyldurnar sem þátttakendur dvelja hjá eru valdar af kostgæfni eftir viðtal og heimsókn á viðkomandi heimili af starfsmanni CEI-samtakanna. Forsendur fyrir vali á fjölskyldu eru m.a. gestrisni og opið hugarfar.
 • Þátttakendur frá mismunandi löndum geta dvalið hjá sömu fjölskyldunni.
 • Fjölskyldurnar búa yfirleitt í um 15-30 mín. fjarlægð frá skólanum sem sóttur er.
 • Þátttakendur fá fullt fæði (morgunmat, nesti í hádegismat og kvöldmat).

Kennslustundir

 • Nemendur mæta í 12-15 frönskutíma á viku (þrjár kennslustundir á dag, hver tími er 50 mínútur, kennt er ýmist 4 eða 5 virka daga í viku) þar sem hámark nemenda er 15 í hverjum bekk.
 • Fyrsta daginn er skriflegt stöðupróf tekið til að ákvarða námsstig hvers og eins nemanda (byrjandi, millistig eða lengra kominn). Þetta er gert til að hægt sé að aðlaga námið að sérhverjum þátttakanda og hann hljóti sem besta kennslu.
 • Innfæddir og reynslumiklir franskir kennarar sjá um kennsluna.
 • Kennararnir nota fjölbreyttar og gagnvirkar (interactive) kennsluaðferðir og – efni.
 • Nemendur fá útskriftarskírteini að námskeiði loknu.

Dagskrá og félagsstarf

 • Ásamt frönskukennslunni taka nemendur þátt í alls kyns atburðum og dagskrá, m.a. íþróttum, strandleikjum, þau kynnast sínu nánasta umhverfi o.m.fl.
 • Ein skoðunarferð á viku er einnig innifalin.

Yfirumsjón og öryggi

 • Starfsmaður CEI-samtakannna tekur á móti þátttakanda og viðheldur reglulegum samskiptum við hann til að passa upp á að allt gangi hnökralaust fyrir sig.
 • Allar fjölskyldurnar sem taka á móti þátttakendum búa á öruggum og friðsælum íbúasvæðum.
 • Reyndir starfsmenn fylgja nemendunum í daglegum athöfnum og skoðunarferðum.

Verð inniheldur:

 • Flutning nemanda frá Keflavík til fjölskyldunnar sem dvalið er hjá, og til baka
 • Fullt fæði og húsnæði á frönsku heimili
 • Ábyrgðartryggingu þriðja aðila
 • Aðstoð og yfirsjá umsjónarmanns frá CEI-samtökunum allt námskeiðið

Ekki innifalið í verði er:

 • Persónuleg kaup þátttakanda, dagpeningur
 • Aðgangur í daglegar samgöngur (strætó o.þ.h.)

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við unahelga@mundo.is.

Varðandi greiðslur: Staðfestingargjald er 100.000 kr (óendurkræft) og greiðist við skráningu, skráningarfrestur er 2 mánuðum fyrir brottför. Eftirstöðvar greiðast í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför.