Sumarbúðir í Bandaríkjunum og Kanada

N-Ameríka er þekkt fyrir frábærar sumarbúðir í miklu úrvali. Mundo hefur tengsl við ein stærstu alþjóðlegu sumarbúðasamtök Bandaríkjanna en þau hafa verið starfrækt í 30 ár. Hér ættu allir að finna sumardvöl við sitt hæfi!

Langar þig í öruggt sumarævintýri í Bandaríkjunum eða Kanada? Þá ert þú komin/n á réttan stað! Mundo hefur tengsl við bandarísk sumarbúðasamtök sem sérhæfa sig í að finna bestu sumarbúðalausnina fyrir þig. Í boði eru sumarbúðir fyrir íslensk börn og unglinga í Bandaríkjunum og Kanada. Þar sem yfir 1000 sumarbúðir eru í boði á þessum stöðum er ómögulegt að lista þær allar upp. Skráning í sumarbúðirnar fer því fram á eftirfarandi hátt: Umsækjandi hefur samband við okkur með tölvupósti á unahelga@mundo.is sem aðstoðar viðkomandi við að skrá sig í umsóknarkerfi sumarbúðanna. Við umsóknina þarf að greiða forkönnunargjald upp á 620 USD (ef fallið er frá skráningu í sumarbúðir fást 595 USD endurgreiddir af forkönnunargjaldinu). Eftir það hefst samstarfsaðili Mundo handa við að velja hinar fullkomnu sumarbúðir fyrir þig skv. umsókninni þinni. Óteljandi týpur af sumarbúðum eru í boði, m.a. búðir með áherslu á leiklist, sirkuslistir, fimleika, íþróttir, útivist og allt milli himins og jarðar en auk þess eru í boði sumarbúðir fyrir unglinga með sérþarfir. Því næst færð þú úrval nokkurra sumarbúða sem passa vel fyrir þig. Mundo aðstoðar svo við framhaldið, flugbókanir og annað þvíumlíkt. Við reynum að finna sumarbúðir sem eru nálægt flugvöllum sem hægt er að fljúga til með beinu flugi frá Íslandi, en að sjálfsögðu er hægt að finna sumarbúðir hvar sem er í Bandaríkjunum og Kanada. Að auki er hægt að greiða sérstaklega fyrir fylgdarmann sem fylgir barninu í flug.

Erfitt er að segja til um verð þar sem það fer eftir lengd dvalar (flestar búðirnar bjóða upp á dvöl frá tveimur vikum upp í heilt sumar), tímasetningu, vali á sumarbúðum, flugverði og öðru tilfallandi. Hafið endilega samband við Unu Helgu hjá unahelga@mundo.is fyrir nánari upplýsingar.