fbpx

Sumardvöl og starfsnám í Þýskalandi 2019

Langar þig að kynnast sjálfri/sjálfum þér betur, eignast tengslanet erlendis og í leiðinni gera heiminn aðeins betri? Við höfum tækifærið fyrir þig!

Ferðaskrifstofan Mundo, í samstarfi við skiptinemasamtökin Open Door, býður upp á hagnýta og þroskandi sumardvöl, með innfléttuðu starfsnámi, í Þýskalandi næsta sumar. Dvölin er í boði fyrir ungmenni á aldrinum 14 – 18 ára og munu þátttakendur dvelja hjá vel völdum fjölskyldum í, eða í kringum, Köln. Þátttakendur munu sinna starfsnámi við félagslegar stofnanir,  og félög. Starfsnámið er ýmiss konar, t.d. við leikskóla, tekið er þátt í verkefnum tengdum umhverfisvernd o.s.frv. Þannig fá þátttakendur færi á persónulegum kynnum við land, þjóð og þau félagslegu störf sem sinna þarf. Fá þeir því tækifæri til að skapa þvermenningarleg tengsl og safna í starfsreynslubankann sem óneitanlega ýtir undir, og auðgar, andlegan þroska hvers og eins. Lagt er upp úr því að ungmennin vinni að lausnum og úrvinnslu þeirra vandamála sem þau takast á við í starfsnáminu sem hjálpar þeim að kynnast sjálfum sér betur og átta sig á kostum sínum og takmörkum. Gert er ráð fyrir að vkulega fari um 35 – 40 klst. í stafsnámið (mán – fös), en nákvæmur tímafjöldi fer þó eftir aldri þátttakanda og því starfsnámi sem sinnt er. Ekki er skipulögð dagskrá utan starfsnámsins og eru þátttakendur hvattir til að eyða tíma með fósturfjölskyldunni sinni og skoða sig um. Með því að henda sér svona í djúpu laugina fá þátttakendur ómetanlegt tækifæri til að standa á eigin fótum, læra nýja hluti og fá betri innsýn inn í tungumálið. Ekki þarf þó að hafa áhyggjur af ungmennunum því þau eru allan tímann í sambandi við starfsmenn frá Open Door sem veitir þeim stuðning og aðstoð.

Tímasetning: Óákveðin – Reynt er að finna fjölskyldu á þeim tíma sem óskað er eftir

Lengd: 4 vikur

Verð: 299.000 kr.

Skilyrði fyrir þátttöku:

 • Hafa lokið þýskunámi á stigi A2 (CEFR)
 • Vera 14 – 18 ára
 • Hafa áhuga á samfélagslegum verkefnum og störfum
 • Skila þarf umsögn um góða hegðun, sakarvottorði eða öðru þvíumlíku á þýsku

Innifalið:

 • Flug til og frá Þýskalandi (t.d. Frankfurt) ásamt rútu/lest til Kölnar
 • Dvöl hjá þýskri fjölskyldu
 • Kynningarnámskeið í Köln
 • Starfsnám á Kölnarsvæðinu
 • Morgunmatur og kvöldmatur alla daga
 • Samgöngur innan Kölnar
 • Tryggingar fyrir alla ferðina

Ekki innifalið:

 • Hádegismatur
 • Vasapeningur

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við unahelga@mundo.is.

Varðandi greiðslur: Staðfestingargjald er 100.000 kr (óendurkræft) og greiðist við skráningu. Eftirstöðvar greiðast í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir brottför.