Þjálfunarbúðir í Zafra og Aranda de Duero sumarið 2018

Ferðaskrifstofan Mundo, býður ungmennum upp á menntandi sumardvöl í Zafra eða ArandaSumarbudir320x240 de Duero næsta sumar.  Um ræðir tvennar sumar- og þjálfunarbúðir. Annars vegar fyrir framhaldsskólanema  dagana 7.-28. júní og hins vegar fyrir 14-16 ára dagana 1. til 22. júlí. Að dvöl lokinni eiga krakkarnir að geta bjargað sé á spænsku og þau sem byggja á grunni ættu að verða talandi á spænsku. Hugmyndafræðilegur rammi þjálfunarbúðanna byggir á leiðtoganámskeiði þar sem unnið er með ungmennum í nýjum aðstæðum. Krakkarnir vinna með gildin sín, læra að tileinka sér að hafa frumkvæði, skipuleggja fram í tímann, forgangsraða, setja sig í spor annarra, finna góða lausn fyrir báða aðila, vinna vel í hópi og hugsa vel um sig. Allt er þetta tengt við menningarlæsi og það að þurfa að standa á eigin fótum í nýrri menningu. Viltu öðlast alþjóðlega reynslu í öruggu umhverfi, læra spænsku á mettíma, fara á leiðtoganámskeið og eignast fullt af nýjum vinum?

Ef svarið er já, lestu áfram!

Þjálfunarbúðir Mundo hafa nú verið starfræktar í 7 ár og eru vinsældirnar slíkar að við höfum verið í tveimur þorpum á Spáni frá 2014. Uppselt hefur verið í búðirnar undanfarin 4 ár. Þátttakendur dvelja á spænskum heimilum þar sem eru ungmenni á svipuðum aldri. Þannig eru íslensku krakkarnir í öruggu umhverfi og í félagsskap spænskra ungmenna, nokkuð sem flýtir fyrir málanáminu og hámarkar öryggi dvalarinnar. Spænskir foreldrar eru þekktir fyrir að hugsa einstaklega vel um börnin sín og enn betur um annarra manna börn.  Spænsku krakkarnir taka fullan þátt í dagskránni og sækja enskunámskeið á meðan íslensku krakkarnir er á spænskunámskeiði.  Síðdegis eru spænsku og íslensku krakkarnir saman. Krakkarnir í eldri þjálfunarbúðunum eru frjálsari og geta valið að dvelja á gistiheimili í Zafra. Með í ferðinni verður Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar og spænskukennari en hún mun halda utan um krakkana á meðan á dvölinni stendur. Auk hennar verða fjölmargir starfsmenn sem tryggja öryggi krakkanna allan tímann.

Alla virka daga munu nemendur stunda spænskunám og leiðtoganámskeið í um fjórar klukkustundir. Þá er skipulagt félagsstarf svo sem íþróttir, sundlaugaferðir,  og skoðunarferðir. Krakkarnir sem verða í Zafra fara í dagsferðir til Mérida, Sevilla og á ströndina en þeir sem verða í Aranda de Duero fara til Burgos, San Sebastian og á ströndina. Í Zafra verða tómstundir á morgnana og spænskukennsla síðdegis en í Aranda er spænskukennsla á morgnana og tómstundir síðdegis. Í ár verður þjálfunarbúðunum skipt í yngri og eldri hópa og er það gert til að allir njóti sín sem best. Þannig verða þjálfunarbúðirnar í Aranda de Duero fyrir krakka sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk en þjálfunarbúðirnar í Zafra verða fyrir krakka sem komnir eru í framhaldsskóla. Framhaldsskólanemarnir geta valið á milli þess að dvelja hjá fjölskyldu eða á gistiheimili.

Lagt verður af stað til Zafra þann 7. júní og heimkoma er 28. júní. Lagt verður af stað til Aranda de Duero þann 1. júlí og er heimkoma 22. júlí. Zafra er um 16 þúsund manna bær norðvestur af Sevilla (90 mín akstur). Bærinn er lítill og öruggur en hefur flest sem unglingar hafa gaman af en ekki það sem foreldrar óttast. Hið sama er að segja um Aranda de Duero. Um ræðir 33 þúsund manna bæ sem er í 200 kílómetra beint norður af Madrid. Bærinn er frægastur fyrir Duero vínin en þar er einnig heilmikill iðnaður.

Skilyrði fyrir þátttöku er að snerta enga vímugjafa af hvaða tagi sem er.

Innifalið eru flugferðir, gisting, spænskunámskeið, leiðtoganámskeið, skoðunarferðir og fæði allan tímann. Unglingar þurfa ekki að hafa með sér annað en lágmarksvasapening.

Verð: 479.000 kr. Staðfestingargjald 100.000 kr (óendurkræft) greiðist við skráningu. Eftirstöðvar greiðist í seinasta lagi 6 vikum fyrir brottför.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir Njarðvík í síma 691 4646 og í netfanginu margret@mundo.is

 • Að fara í sumabúðir Mundo var spennandi og skemmtileg ákvörðun. Maður er náttúrulega alltaf aðeins stressaður í byrjun en þetta kom seinna. Ég myndi 100% fara aftur ef það kæmi til boða því þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert

  Elmar Ingi Kristjánsson Jansen
 • Æði. Mundi vera lengur ef ég gæti. Ég lærði sjálfstjórnun og áttaði mig á því að maður getur stjórnað viðbrögðunum sínum þegar maður lendir í einhverju slæmu.

  Þórunn Hekla Hjálmarsdóttir
 • Ég elska Mundo. Þessi ferð var æðisleg, ég kynntist helling af nýju fólki, lærði spænsku og skemmti mér hrikalega vel. Ég vil fara aftur!

  Haukur Árnason
 • Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu fyrir alla. Þetta var ótrúleg reynsla.

  Bjarki Björnsson