Taktu ábyrgð á eigin heilsu! Námskeið með Sölva Tryggvasyni

Taktu ábyrgð á eigin heilsu!

Námskeið 13.–15. september 2019 á Siglufirði.

Ferðaskrifstofunni Mundo er sönn ánægja að bjóða upp á námskeið með hinum landskunna fjölmiðlamanni Sölva Tryggvasyni sem nýlega gaf út bókina Á eigin skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Þessi ferð er hönnuð fyrir konur og karla sem vilja ævintýri, vilja læra almennilega á gönguskíði, vilja góðan félagsskap og hafa áhuga á ilmandi, hægelduðum mat. Skráning er hjá margret@mundo.is eða mundo@mundo.is.

Námskeiðið hefst á föstudegi 13. september kl. 18:00 og lýkur á sunnudeginum 15. september klukkan 15.

Gist verður á Hótel Siglunesi og verður boðið upp á heilnæman mat að hætti listakokksins Jaouad Hbib, en veitingastaðurinn er landsfrægur og nú þegar kominn í Michelinbókina. Lögð verður áhersla á hreint fæði alla helgina.

Á föstudeginum verður tónninn settur — Hugleiðsla og öndunaræfingar og stutt yfirferð yfir það sem verður gert um helgina.

Laugardagur 14. september

8:30
Öndunaræfingar, farið yfir lykilatriði í góðri morgunrútínu og
farið yfir nokkur grunnatriði í líkamsæfingum.

9:15–10:15
Morgunmatur.

10:15–12:00
Fræðsla þar sem farið verður yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, hugleiðslu og öndun, föstum og leiðir til að bæta svefn, heilastarfsemi og draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu. Kennt verður fram að hádegismat.

12:00–14:00
Hádegismatur og hvíld.

14:00–16:00
Ganga út í Héðinsfjörð.

16:00–18:00
Vinna við að útbúa einstaklingsmiðaða heilsuáætlun hefst hjá hverjum og einum. Fram að kvöldmat gerir hver og einn sitt heilsuplan til frambúðar, þar sem Sölvi aðstoðar hvern og einn eftir þörfum. Sölvi mun leitast við að hjálpa fólki við að sérsníða áætlun, þannig að hver og einn vinni í að sníða raunhæfa og varanlega áætlun til að fara eftir.

18:30–19:30
Kvöldverður.

20:00–22:00
Haldið áfram að vinna í heilsuáætlun hvers og eins og endað á stuttri hugleiðslu fyrir svefn.

Sunnudagur 15. september

8:30–9:30
Stuttur göngutúr, öndunaræfingar og hugleiðsla.

9:30–10:30
Morgunverður.

11:00 – 15:00
Stutt yfirferð og spjall og fræðsla um bestu leiðir til að halda eftirfylgni í lífsstíl og að því loknu verður klárað að reka endahnútinn á lífsstílsplanið, sem hver og einn fer með út úr helginni.

Ferðadagar: 13.–15. september 2019
Verð pr. mann:

  • 65.700 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði
  • 60.700 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbyli með sameiginlegu baði
  • 85.600 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði
  • 74.700 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sameiginlegu baði
  • 60.700 kr. á mann m.v. gistingu í þriggja eða fjögurra manna herbergi
  • staðfestingargjald er 20.000 kr.

Innifalið:

  • Gisting á Hótel Siglunesi
  • Námskeið með Sölva Tryggvasyni
  • 2 x morgunverður
  • 2 x þriggja rétta kvöldverður á marokkóska veitingastaðnum á Hótel Siglunesi
Deila á facebook