Vinnusmiðja, samvera og rómantík í Portó, 28. mars – 4. apríl 2024
Öll viljum við forðast að endurtaka mistökin úr fyrra sambandi. Í seinna sambandi koma oft upp nýjar og breyttar áskoranir sem þarf að takast á við. Þar má nefna hvernig við stígum inn í nýja fjölskyldu, samskipti við börn og barnabörn hvors annars og samskipti við fyrri maka og stjúpfjölskyldu. Það krefst málamiðlana að skapa nýtt, sameiginlegt heimili sem öllum líður vel á og mikilvægt að ganga vel frá öllu sem snýr að fjármálum, stöðu maka við fráfall, jafnan erfðarétt barna o.s.frv.
Þetta er tækifærið sem við fáum til að skapa nýjan lífstíl og spennandi framtíð. Langar þig til að heyra hvernig aðrir hafa lært að viðhalda trausti, virðingu og ást í nýju sambandi?
Þessi ferð er fyrir þá sem vilja leggja sig fram um að skapa farsælt samband með hvort öðru.
Leiðbeinendur eru Hulda Ragnheiður Árnadóttir og Magnús Guðjónsson – sem hafa undanfarinn áratug vakið athygli fyrir ævintýranleg ferðalög og miðlun á allskonar uppákomum og skondnum atvikum úr sínu lífi, en þau hafa svo sannarlega reynslu af því að gera betur í „seinni umferð“.
Ferðatímabil: 28.mars til 4. apríl
Verð: 880.000 á Par
Snemmskráningarafsláttur: 20.000 kr. (sé bókað fyrir 15. nóvember 2023)
Staðfestingargjald: 80.000 kr. (óafturkræft nema ferð falli niður)
Fjöldi farþega: lágmark 8 pör og hámark 12 pör
Eftirstöðvar greiðast 6 vikum fyrir brottför.
Upplýsingar gefur Erlendur eða Una Helga í s.561 4646. Netfang: info@mundo.is
Farsælt samband byggir á trausti, opnum tjáskiptum og sameiginlegri sýn. Á þessari blöndu af ferðalagi, upplifun og vinnusmiðju læra þátttakendur aðferðir sem gera þeim auðveldara að ná betri árangri í „seinni umferð“. Það er magnað að upplifa hvað gerist þegar hlustað er á reynslu annarra, þá opnast oft nýjar leiðir og ný tækifæri.
Við höfum sett upp vinnusmiðju fyrir pör/hjón í seinna sambandi í sólinni í Portó. Vinnusmiðjan er í fimm daga af 8 daga ferðalagi um næstu páska, en hluti af verkefnunum snúast um að skipuleggja rómantíska afþreyingu fyrir hina dagana í Portó. Hver vinnusmiðja stendur að jafnaði í þrjá tíma, svo nægur tími gefst líka til að njóta sólar og samveru.
Trúnaður ríkir milli þátttakenda um það sem fram fer á vinnusmiðjunni. Þetta er tilvalin ferð fyrir pör sem vilja styrkja sambandið, læra af öðrum og dýpka samskipti, traust og lífsgæði.
Portó er með fallegustu borgum í Evrópu og er nefnd borg ástarsöngva. Veitingastaðir og kaffihús eru á hverju strái og það er dásemd að upplifa stórkostlegt sólsetur á göngu meðfram Douro ánni og fátt er rómantískara en sigling um ána. Svo er líka hægt að vafra bara um borgina og upplifa saman í ástarbríma sambandsins.
Dvalist er á glæsilegu fimm stjörnu hóteli í miðbæ Porto og stutt í veitingastaði, kaffihús og aðra afþreyingu sem verður nægur tími til að njóta.
15:05 Flogið með Play til Portó
19:10 Áætluð lending
20:30 Áætluð koma á hótelið
21:00 Stuttur fundur með leiðbeinendum þar sem farið er nánar yfir dagskrá vikunnar.
10:00 – 13:00 Vinnustofa – Hvað fór úrskeiðis í fyrra sambandi og hvað getum við lært af því?
13:00 – 18:00 Frjáls tími
18:00 – 21:00 Sameiginlegur kvöldverður – innifalið
Frjáls tími til kl 14:00
14:00 – 17:00 Vinnusmiðja um núverandi samband. Áhersla á ást, virðingu ,umhyggju, skilyrðisleysi og ólíka eiginleika kynjanna og áhrif þess á sambandið.
Eftir 17:00 er frjáls tími
10:00 – 13:00 Vinnusmiðja – Hvernig nærum við sambandið og verjum frítíma okkar og sköpum eigin lífsstíl?
13:00 – 22:00 Sameiginlegur hádegisverður og hópurinn fer saman í skoðunarferð um Portó og endar í glæsilegum kvöldverði á veitingastað í borginni – innifalið
Frídagur í Portó að eigin vali en boðið verður upp á einkatíma í hálfa klukkustund með leiðbeinendum fyrir hver hjón/par. Þátttakendur sem þess óska fá úthlutað tíma.
Frjáls tími
14:00 – 17:30 Vinnusmiðja um stjúptengsl og fjárhag.
10:00 – 13:00 Vinnusmiðja. Samantekt og úrvinnsla frá fyrri dögum.
18:00 Lokahóf – innifalið
18:00 – Lagt af stað frá hótelinu á flugvöllinn
20:55 Flogið frá Portó
23:55 Áætluð lending í Keflavík.