Skíðagöngunámskeið Mundo hafa vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda síðastliðin ár. Enginn annar er ólympíufarinn á gönguskíðum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, sér um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands. Gist verður á hinu margrómaða “boutique” hóteli sem skreytt er málverkum eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur, Hótel Siglunesi, og þýðir það að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar en þessa helgi er staðurinn frátekinn fyrir ykkur! Í lok hvers dags verður boðið upp á teygjur og jóga fyrir þær sem vilja (ath. jógatímar eru í heitum sal og eru valkvæðir, en tíminn kostar 1500 kr./mann og er vel þess virði!), auk þess sem við mælum sérstaklega með að slaka á eftir langan dag í heita pottinum við Hótel Siglunes.
Að sjálfsögðu er hægt að framlengja dvölinni sé áhugi fyrir því. Hafið þá vinsamlegast samband við Unu Helgu á unahelga@mundo.is.
Ferðadagar: 11. – 14. mars 2021
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 15 hressar bínur!
Verð pr. mann: