Það er eitthvað heillandi við að ferðast um Jakobsveginn á Spáni. Þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og hver og einn upplifir ferðina á sinn hátt – þetta er ferðalag sem sannarlega hefur breytt lífi margra.
ATHUGIÐ AÐ UPPSELT ER ORÐIÐ Í FERÐINA – hafðu samband við mundo@mundo.is ef þú vilt skrá þig á biðlista
Nánari upplýsingar hjá Unu Helgu, unahelga@mundo.is
Gönguferð um síðustu 300 km á Pílagrímastígnum frá Astorga til Santiago de Compostela. Á þessari leið skiptast á hólar og hæðir, skógar, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir, en ferðin stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo; menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Þetta er ferð sem breytir lífi þínu. Að meðaltali eru gengnir 20-25 km á dag. Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta og eru gististaðir allt frá litlum sveitahótelum og klaustrum upp fjögurra stjörnu hótel.
Fararstjórn og leiðsögn í ferðinni verður í höndum Margrét Jónsdóttur Njarðvík, eiganda Mundo og eilífðarpílagríms. Með í för verða einnig Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, og Þórhalla Andrésdóttir sjúkraþjálfari og líkamsræktarkennari. Saman hafa þær þrjár gengið stíginn ótal sinnum og þekkja þar hvern krók og kima. Þá mun Una Helga Jónsdóttir vera á hjálparbíl sem fylgir hópnum og getur pikkað upp þreytta pílagríma á milli þess sem hún reiðir fram hádegismat á stígnum sem svíkur engan.
Athugið að hægt verður að bæta viku framan við ferðina en þá verður „sléttan“ tekin á hjóli (samtals ca. 250 km frá Burgos til Astorga). Sjá nánar um þá ferð hér: https://mundo.is/tour/jakobsvegur-hjolaferd-fyrir-konur-sumar-2023/