Langar þig að klára alla frönsku leiðina á Jakobsvegi?
Nánari upplýsingar hjá Unu Helgu, unahelga@mundo.is
Þessi ferð er hugsuð fyrir þær sem eru að fara að ganga síðustu 300 km á Jakobsvegi og langar að klára frönsku leiðina frá Biarritz með því að hjóla yfir sléttuna, eða frá Burgos til Astorga (ca. 230 km). Hjóladagar eru 5 og liggur leiðin yfir sléttu sem ekki er sérlega gaman að ganga, en hjólaðir eru tæpir 50 km á dag. Þátttakendur fá afhend leiguhjól í Burgos og fylgja þeim hnakktöskur sem nýttar eru undir það sem þátttakendur kunna að þurfa á að halda í hjólaferðinni, en töskur eru trússaðar fyrsta daginn beint til Astorga þar sem þær bíða okkar þegar gönguferð hefst þann 22. júní.
Athugið að flug er ekki innifalið í ferðinni (það er innifalið í gjaldi gönguferðarinnar). Smelltu hér til að skoða gönguferðina frá Astorga til Santiago de Compostela betur: https://mundo.is/tour/jakobsvegur-gonguferd-fyrir-konur-sumar-2023/