Greiða staðfestingargjald f. tvíbýli
Greiða staðfestingargjald f. einbýli
Greiða eftirstöðvar f. tvíbýli
Greiða eftirstöðvar f. einbýli
Staðfestingargjald er 110.000kr
Hefur þig lengi dreymt um að ganga Jakobsveginn? Getur verið að nú sé komið að því? Langar þig að njóta pílagrímagöngunnar í rólegheitum og hafa tíma til að meðtaka listir, sögu og náttúru sem fyrir augu ber á leiðinni? Langar þig jafnvel að setja þér heilsumarkmið um að geta gengið 12-13 km. á dag í vor? Ef þetta á við þig, lestu þá áfram.
Gönguferð fyrir þá vilja smjatta á lífinu á meðan við njótum þess að ganga síðustu 100 km á Pílagrímastígnum á rólegum hraða, þar sem skiptast á hólar og hæðir, skógar, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir. Þessi ferð stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo: menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Hámarksvegalengdir eru 13 -15 km á dag, en sé komin þreyta í tærnar er alltaf hægt að hoppa upp í leigubíl til að komast á næsta gististað. Leiðin liggur um Galisíu, eitt fallegasta hérað Spánar, frá bænum Sarria til Santiago de Compostela. Í Galisíu er allt grænt og vænt og sumarið farið að vakna úr dvala á þessum tíma. Farið er á milli lítilla þorpa og inn í nokkra bæi og er sums staðar gist tvær nætur í röð á sama stað þar sem farið er helmingi hægar en í venjulegum pílagrímagöngum.
Gistingin er hluti af upplifuninni þar sem hægt er. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta og leitast er við að hafa gistinguna eins fjölbreytta og unnt er (klaustur, bændagisting og í það minnsta ein nótt verður á reglulega fínu hóteli).
Mundo er sönn ánægja að tilkynna samstarf við Sögu – Story House en það er fyrirtæki sem á margt sameiginlegt með gildum Mundo. Þær stöllur Ingibjörg Valgeirsdóttir og Guðbjörg Björsdóttir, stofnendur Sögu – Story House, verða fararstjórar í ferðinni.
11. maí:
Flogið frá Íslandi til Santiago de Compostela með einni millilendingu. Frá Santiago de Compostela er ekið á upphafsstað ferðarinnar í Sarria. (Enginn matur innifalinn)
12. maí
Gengið frá Sarria til Ferreiros
13. maí
Gengið frá Ferreiros til Gonzar
14. maí
Gengið frá Gonzar til Casa Roan
15. maí
Gengið frá Casa Roan til O Coto
16. maí
Gengið frá O Coto til Boente
17. maí
Gengið frá Boente til A Curiscada
18. maí
Gengið frá A Curiscada til O Pedrouso
19. maí
Lokadagurinn frá O Pedrouzo til Santiago.
20. maí
Frídagur í Santiago. (Einungis morgunmatur innifalinn)
21. maí
Heimferðardagur – flogið heim frá Santiago með einni millilendingu. (Einungis morgunmatur innifalinn)