Hvað skiptir þig máli og hvað hvetur þig áfram? Ertu jafnvel ekki alveg viss? Mundo býður upp á námskeið í markþjálfun sem aðstoðar þátttakendur í að verða samkvæmari sjálfum sér ásamt því að verða öflugri og markvissari í leik og starfi.
Í markþjálfun er unnið með styrkleika einstaklingsins til að hámarka árangur. Ákveðin samtalstækni er notuð sem byggir á gagnkvæmum trúnaði milli markþjálfans og viðskiptavinar. Ferlið er bæði krefjandi og skemmtilegt samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi.
Námskeiðið er hægt að taka á einum degi eða dreifa yfir fleiri daga. Einnig er hægt að sérsníða það að þörfum viðkomandi hóps. Skipulag er eftirfarandi:
Leiðbeinandi:
Kennari er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi. Ágústa hefur unnið sem mannauðsstjóri hjá Primera Air og WOW air í um 10 ár og sem mannauðsráðgjafi og markþjálfi hjá Carpe Diem og Zenter. Hún hefur lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún nýtir samtalstækni markþjálfunar í daglegum störfum en býður einnig upp á einkatíma í markþjálfun fyrir þá sem vilja vinna markvisst að sjálfseflingu og ná fram markmiðum sínum. Í mannauðsmálum hefur Ágústa víðtæka reynslu af ráðningum, mótun samræmdra ferla í mannauðsmálum, framkvæmd vinnustaðagreininga og frammistöðumats sem og samningagerð í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Ennfremur hefur hún réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst og Professional Learning Indicator greinandi og hefur réttindi til að framkvæma og bjóða úrlestur á Strengths Profile styrkleikamati (sem á hefur verið minnst). Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari, hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. Hún er einnig leiðsögumaður að mennt og hefur unnið erlendis við fararstjórn, m.a. í Slóveníu.
Hvenær er hægt að fara í ferðina? Þegar þér og hópnum þínum hentar.
Hvað kostar? Kostnaður er breytilegur eftir tímasetningu og lengd ferðar.
Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 788-4646.