Marokkó er land andstæðna, þar sem fornar hefðir mæta nútíma samfélagi. Frá iðandi mannlífi í Marrakech, í lúxus tjaldbúðir í eyðimörkinni að líflegri strönd í Essaouira, það er eitthvað fyrir alla í þessu heillandi landi. Ef þú ert að leita að sannarlega ógleymanlegri ferðaupplifun skaltu íhuga ferð til Marokkó!
Gist verður á lúxushóteli í Marrakesh, í Glamping tjaldi í Agafay eyðimörkinni og við ströndina í Essaouira. Farið verður í skoðunarferðir, kíkt á markaði, mismunandi veitingastaði, farið í Marokkósk böð, slakað á og notið náttúrunnar í Marokkó.
Marrakech er full af lífi og orku. Í Medina, eða gamla hluta borgarinnar eru völundarhús af þröngum götum og húsagöngum með verslunum sem selja allt frá kryddi og teppum til minjagripa og fatnaðar. Jemaa el-Fnaa, aðaltorgið í Medina er fullt af fjölbreyttu mannlífi þar eru snákatemjarar, tónlistarmenn, fjölbreyttir matsölustaðir og fleira sem grípur augað og skapar ógleymanleg hughrif og minningar.
Agafay er eyðimerkurvin staðsett rétt fyrir utan Marrakech. Það er fullkominn staður til að slaka á í friði og ró í eyðimörkinni. Þú getur farið í úlfaldaferðir, á sandbretti eða einfaldlega slakað á við sundlaugina og notið töfrandi landslagsins.
Essaouira er heillandi strandbær staðsettur suður af Marrakech. Borgin er þekkt fyrir fallegar strendur, afslappað andrúmsloft og frábær sjávarréttaveitingahús. Essaouira er einnig vinsæll staður fyrir vindbretti og flugdreka.
Kolbrún Björnsdóttir er stjórnmálafræðingur og hefur einnig lokið námi í leiðsögn. Undanfarin ár hefur hún að mestu starfað við fararstjórn bæði hér heima og á framandi slóðum. Kolla, eins og hún vill láta kalla sig, veit fátt skemmtilegra en að ferðast og þá ekki síst til annarra menningarheima til að upplifa alls kyns litbrigði heimsins.
22. mars – Dagur 1 – ferðadagur
Lent á Menara í Marrakesh og ekið á gististaðinn, Riad Ksar Saad & Spa. Fram að kvöldverði er hægt að skoða sig um í næsta nágrenni og anda að sér fyrstu upplifun af Marokkó.
Kvöldverður á hótelinu – innifalið.
23. mars – Dagur 2– Marrakech
Morgunverður á Riad Ksar Saad & Spa
09:00 Leiðsögn um borgina með heimamanni. Farið á matarmarkaðinn í Jemaa el-Fna torgi auk þess sem heimsóttir verða Menara og Majorelle garðarnir, farið er á Marrakech safnið og í Medersa Ben Youssef & Jardin sem er ein fallegasta bygging Marokkó.
Gist er áfram á Riad Ksar Saad & Spa hótelinu
24. mars – Dagur 3 Pálmasunnudagur – Marrakech – Ourika – Marrakech
Morgunverður á Riad
Ekið úr borginni út í náttúruna í Ourika dalnum að rótum Atlas-fjallgarðsins. Deginum eytt í náttúruskoðun og litið við í Berber þorpum.
Hádegisverður á veitingastaðnum La clés des huiles. – Allar máltíðir í Ourika eru innifaldar í verði
Komið aftur til Marrakech
25. mars – Dagur 4 – Marrakech/Ouirgane
Eftir morgunverð á Riad er haldið af stað til Ouirigani sem er lítið þorp í dal umlukið Atlas-fjallgarðinum. Íbúar svæðisins eru af Berber ættflokknum og eru þeir þekktir fyrir gestrisni sína, ávallt tilbúnir að eyða tíma með gestum og sýna sitt nánasta umhverfi. Frá þorpinu verður gengið áfram inn dalin framhjá húsaþyrpingum Berberanna sem sjá má á svæðinu. Í dalnum er ævagamall skógur með tré sem ná upp í 55 metra hæð. Heimamaður röltir með hópnum og fræðir hann um samfélagið og náttúruna í kring. Í göngunni er litið við hjá konum sem framleiða og selja Argan olíu, þar verður boðið upp á Marokkóskt te og smakkað á olíunni. – Allar máltíðir í Ourigane eru innifaldar í verði
26. mars – Dagur 5 – Marrakech/Agafay
Enn einn dýrðar morgunverður á Riad
Frídagur í Marrakech
Kvöldverður á Chez Ali Restaurant með stórkostlegri hesta sýningu, tónlist og dansi heimamanna. – innifalið
27. mars – Dagur 6 Agafay eyðimörkin
Eftir morgunverð er farið stuttan ökutúr í Agafay eyðimörkina við Atlas-fjallgarðinn. Þetta er afskaplega fallegt svæði með Sahara sandi, steinklöppum og fjallgarðoinum í baksýn. Ferðin endar við lúxus tjaldsvæði og verður tekið á móti hópnum með tesopa. Daginn má nýta í margs konar afþreyingu, t.a.m. reiðtúr á úlfalda, fjórhjólaferð, skíði á sandöldum, nú eða bara slaka á í laugum við tjöldin og láta stjana við sig. Sólsetrið og stjörnubirtan er engu lík í eyðimörkinn og verður notið með góðum mat og varðeldi. Allar máltíðir í Agafay eru innifaldar í verði
Um kvöldið er gist í glamping tjaldi undir stjörnubjörtum himninum.
28. mars skírdagur – Dagur 7 Agafy/Essaouira
Dagurinn byrjar á glæsilegum morgunverð við tjaldbúðirnar áður en ekið er af stað til Essauira við Mogador ströndina. Essauira er með vinsælustu áfangastöðum Marokkó en þessi bær býr yfir merkilegri menningu, þar sem mikið er lagt upp úr handverki og finna má frábæra veitingastaði þar sem sjávarréttir eru í fyrirrúmi.
Gist verður á Villa De L’O Unik Palais Essaouira hótelinu
29. mars föstudagurinn langi – Dagur 8 Essaouira
Eftir morgunverð er ekið til La Médina og farið í létta göngu meðfram ströndinni, virkisveggir virtir fyrir sér, kíkt á Moulay Hassan torgið og handverk frá heimafólki skoðað. Auk þess er farið á Bayt Dakira sem er safn sem heiðrar arfleið gyðinga í landinu, og að endingu er leiðinni heitið á matarmarkaðinn sem ilmar af kryddum, jurtum og peningalykt frá afurðum sjávarins.
Áfram verður gist á Villa De L’O Unik Palais.
30. mars – Dagur 9 Essaouira
Frídagur frá skipulagðri dagskrá. Dagur sem er tilvalinn til að rölta um Sidi Kaouki, fylgjast með brimbrettaköppum svífa um öldurnar eða prófa að þjóta um á bretti. en bærinn er þekktur fyrir frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Hægt er að gera vel við sig í mat enda fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum að velja úr og allar forsendur til að eiga dýrðardag í sólinni.
Síðasta nóttin verður á Villa De L’O Unik Palais.
31. mars páskadagur- Dagur 10 heimfarardagur
Ekið frá Essaouira á flugvöllin í Marrakesh