Ferðatilhögun:
25. október – miðvikudagur
Flogið út með Play (OG664) 25. okt. kl. 14.50.
Lending í Madrid kl. 21.15. Flugtími 4:25.
Innrituð taska 20 kg og veski eða bakpoki í handfarangri.
Fulltrúi frá GSD skólanum býður kennara velkomna og ekið með hópinn til Buitrago, ca. 65 km.
Gisting í glæsilegri gestaálmu GSD skólans í Buitrago.
26. október – fimmtudagur
8 – 9.15 Morgunverður í skólanum
9:30 – 11:45 Gengið með leiðsögn um miðaldabæinn Buitrago del Lozoya – þátttaka valkvæð
12:00 – 14:00 Matreiðslunámskeið; Svona gerum við spænska paella og borðum saman hádegisverð
14:30 – 17:30 Raddþjálfun með Þórey í Antonio Machado salnum í GSD skólanum
18:00 – 22:00 Frjáls tími, rölt um bæinn. Pöntum borð fyrir hópinn á Chato veitingastað í bænum kl. 20 (þátttaka valkvæð).
27. október – föstudagur
8:30 – 9.30 Morgunverður
10 – 13 Raddþjálfun með Þórey í Antonio Machado salnum í GSD skólanum
13:15 – 14 Hádegisverður í skólanum
15 – 17:30 Kynning á GSD skólastarfinu á Spáni og leiðsögn um skólann
18:00 – 22:00 Frjáls tími, rölt um bæinn. Pöntum borð fyrir hópinn á Teo’s kl. 20 (þátttaka valkvæð).
28. október – laugardagur
8 – 9.15 Morgunverður
9:30 Tékkað út og förum með rútu og starfsmönnum GSD á hótelið okkar í Madrid; Rafael hoteles Atocha. Skiljum farangurinn eftir og kveðjum rútuna. Göngum saman um bæinn og skoðum merka staði, Plaza de España, Royal Palace, Plaza Mayor, Mercado de San Miguel, Plaza Sol
Hádegismatur á Gourmet Experience at El Corte Ingles Callao, 9th Floor (þátttaka valkvæð).
Frjáls tími til að uppgötva Madrid.
Kveðjum vini okkar frá GSD Buitrago.
29. október – sunnudagur
8 – 11 Morgunverður
Frjáls dagur – við mælum með:
Heimsókn á Prado safnið (klassísk málverk) – https://www.museodelprado.es/
Heimsókn á Reina Sofia safnið (meiri nútímalist) – https://www.museoreinasofia.es/en
Einnig gaman að taka lest niður á Puerta de Atocha-stöðina, rölta þaðan í norðurátt (Prado, Reina Sofia og Thyssen-listasöfnin eru öll þar á sama reitnum) og kíkja í garðinn Parque de el Retiro.
Einnig er hægt að heimsækja outlet þorpið í Las Rozas Village
Hátíðarkvöldverður í Madrid á góðum stað (þátttaka valkvæð).
30. október – mánudagur
8 – 11 Morgunverður
11 – 12 Tékka út af hótelinu og setja farangurinn í geymslu.
12 – 15 Ævintýri í Madrid með Þórey
Brottför frá hóteli kl. 18.
Flogið heim með Play (OG665) 30. okt. kl. 21.55.
Lending í Keflavík aðfararnótt mánudags kl. 01:30 (flugtími 4:35).
RÖDDIN ÞÍN – GILDIN ÞÍN
Valdeflandi námskeið sem gefur þér dýrmæt tól fyrir streitustjórnun og styrkir þitt helst atvinnutæki – röddina. Námskeið sem gefur þér verkfæri til að takast á við streitu, leið til að endurheimta orkuna þína, og styrk til að takast á við og bæta samskipti við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
Áherslur á námskeiði:
Verkfæri
Ávinningur
Leiðbeinandi: Þórey Sigþórsdóttir – www.thoreysigthors.com
Þórey útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1991, síðan þá hefur hún unnið sem leikari og leikstjóri í verkefnum hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og sjálfstæðum leikhópum. Þórey leikstýrði m.a. verkinu „Andaðu” sýnt í Iðnó 2017. Síðasta verk sem Þórey framleiddi og lék í var sýningin „Ég lifi enn – sönn saga” frumsýnt í Tjarnarbíó í janúar 2023
Þórey fékk kennsluréttindi frá Listaháskóla Íslands 2004, kenndi leiklist í Austurbæjarskólanum 2005 – 2011 og á því tímabili skrifaði hún Leikur, sköpun, tjáning (Námsgagnastofnun 2009)
Þórey hefur unnið sjálfstætt sem sviðslistakona, við kennslu hjá Kvikmyndaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands ásamt því að sérsníða námskeið fyrir fyrirtæki og hópa. Þórey lauk námi í Sjamanískri heilun (heildrænni heilun) frá Patriciu Whitebuffolo í oktober 2022 og vefur þeirri færni inn í kennslu sína í rödd og leiklist þar sem sköpunarkrafturinn er virkjaður í gegnum rödd, slökun og spuna.