Sumarið 2023 verða hér á landi 15-20 spænsk ungmenni (13-16 ára) í sumarbúðum Mundo í Reykjavík. Við hjá Mundo ferðaskrifstofu leitum að fósturfjölskyldum á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem langar að taka að sér spænskt ungmenni og hugsa um það sem sitt eigið í þrjár vikur. Í staðinn fær unglingurinn á heimilinu að taka þátt í sumarbúðunum ókeypis!
Um ræðir ævintýri fyrir alla fjölskylduna, tækifæri fyrir unglinginn ykkar til að eiga í alþjóðlegum samskiptum, læra spænsku og stofna til vináttu fyrir lífstíð. Sumarbúðirnar virka á eftirfarandi hátt: Ef það er 13-16 ára strákur í fjölskyldunni ykkar, þá hýsir fjölskyldan 13-16 ára spænskan strák og hugsar um hann sem sitt eigið barn í 3 vikur. Í staðinn býðst unglingnum í fjölskyldunni að sækja spænskunámskeið og taka þátt í afar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá með hópnum allan tímann meðan sumarbúðirnar standa yfir. Farið verður í vettvangsferðir, allskonar útidagskrá, eina útilegu o.fl. Þetta er ævintýri! Mundo sér um spænsku unglingana virka daga frá 9-16 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Unglingurinn kynnist nýjum íslenskum krökkum á sama aldri og sama fjölda af spænskum unglingum. Þetta prógram er frábært tækifæri fyrir unglinga til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa gaman af í leiðinni. Sumarbúðirnar í Reykjavík endurspegla gildi Mundo sem eru menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Hiklaust má segja að sumarbúðirnar séu hraðnámskeið í alþjóðasamskiptum og menningarlæsi. Þær eru fullkomnar fyrir krakka sem vilja eignast erlenda vini, læra nýtt tungumál og eiga eftirminnilegt sumar.
Dagskrá inniheldur m.a.:
Hvað má ekki?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt taka á móti spænsku ungmenni næsta sumar!
Nánari upplýsingar hjá mundo@mundo.is eða í síma 778-4646
Það eru ekki bara íslensku unglingarnir sem læra og græða á sumarbúðunum, heldur hefur fyrirkomulagið mjög jákvæð áhrif á alla innan íslensku fósturfjölskyldanna líka. Þannig þjappast fjölskyldan saman og gerir hluti sem hefðu kannski ekki staðið til ef ekki væri fyrir tilkomu erlends unglings í fjölskyldunni. Látum fylgja tilvitnun í einn íslenska pabbann sem tók á móti spænskum sumarbúðaunglingi fyrir covid:
“Þetta er besta fjölskyldumeðferð sem hægt er að hugsa sér. Við fjölskyldan gerðum alls kyns skemmtilega hluti saman sem við hefðum aldrei gert annars. Sumarbúðirnar færðu okkur nýjan erlendan vin en dýpkuðu samskipti okkar hinna innbyrðis”.