Hefurðu gaman að því að prjóna og kynnast siðum og menningu í öðrum löndum? Elskarðu að læra ný mynstur og láta reyna á prjónahæfileika þína? Þá er þessi ferð mögulega draumaferðin þín.
Fararstjóri er Dagný Hermannsdóttir.
Hún er handavinnukennari að mennt, forfallin handavinnukona og hefur séð um fararstjórn í prjónaferðunum Mundo við góðan orðstýr.
Ferðatímabil: 31. maí – 7. júní 2024
Verð: 329.900 kr./mann miðað við tvo í herbergi.
Snemmskráningarafsláttur: 10.000 kr. (sé bókað fyrir 15. nóv 2023)
Aukagjald fyrir einbýli: 45.000 kr.
Staðfestingargjald: 79.000 kr. (óafturkræft nema ferð falli niður)
Fjöldi farþega: lágmark 18 – hámark 24
Eftirstöðvar greiðast 6 vikum fyrir brottför
Upplýsingar gefur Erlendur í s. 561 4646 netfang: mundo@mundo.is
Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Hefðin var að ungar stúlkur prjónuðu fjöldan allan af vettlingum og söfnuðu í kistil til að eiga áður en þær gengu í hjónaband. Konur lögðu gríðarlegan metnað í að hanna mynstur og að prjóna einstaka vettlinga og munstrin voru fjölbreytt og full af táknum. Hefðin var að brúðurin færði brúðgumanum og fjölskyldu hans, presti og gestum vettlinga við giftingu. Vettlingar tengdust einnig alls kyns hjátrú og siðum og mismunandi hefðir sköpuðust milli héraða. Vettlingar urðu líka að gjaldmiðli og voru mikils metnir og gjarna notaðir sem greiðsla fyrir hitt og þetta. Skrautlegir vettlingar voru gjarna hengdir við belti sem skraut og eru mikilvægur hluti af þjóðbúningahefðum Letta. Í Lettlandi hafa því varðveist ótrúlega fjölbreytt og mörg vettlingamunstur sem m.a. má finna í bók Latvian Mittens eftir Maruta Grasmane. Enn í dag eru vettlingar mikils metnir í Lettlandi og áhersla lögð á að halda þekkingunni við og víða eru starfandi prjónahópar þar sem prjónarar geta lært hver af öðrum.
Í þessari ferð förum við í ævintýralega prjóna- og menningarreisu. Sitjum námskeið á ýmsum stöðum svo sem söfnum, byggðasöfnum, menningarsetrum, handverkshúsum og víðar, fáum kennslu frá lettneskum prjónakonum, fáum kynningar á siðum, menningu og þjóðbúningum. Í Sena Klets, sem er Þjóðbúningamiðstöð Lettlands hittum við Maruta Grasmane, höfund bókarinnar ,,Latvian Mittens“. Heimsækjum handverkshús og vinnustofur listamanna og víða gefst tækifæri til að kaupa prjónavörur og annað vandað handverk beint frá handverksfólkinu sjálfu. Við fáum að smakka á alls kyns þjóðlegum mat og fáum kynningar á þjóðbúningum, söngvum, sögu o.fl. sem gefur okkur innsýn í lettneska menningu.
Ferðin hefst á fjögurra daga námskeiði í Latgale en eftir það er haldið aftur til Riga. Á laugardeginum í Riga mun Dagný leiða þau sem vilja í helstu og skemmtilegustu handverks- og prjónabúðirnar í bænum þar sem þátttakendum býðst afsláttur í ýmsum verslunum. Síðasta dag ferðarinnar verður svo farið á árlegan handverksmarkað stutt frá Riga sem haldinn er á nokkurs konar „Árbæjarsafni“ heimamanna. Lokadag ferðar, þann 4. september er flogið heim til Íslands kl. 10:45 og lending er áætluð kl. 11:40.
Ferðin hefst í á frjálsum degi í Riga en Dagný mun leiða þau sem vilja í helstu og skemmtilegustu handverks- og prjónabúðirnar í bænum. Næsta dag verður farið á árlegan handverksmarkað stutt frá Riga sem haldinn er á nokkurs konar „Árbæjarsafni“ heimamanna. Þá tekur námskeiðið sjálft við og telur það fjóra heila daga í Liepaja. Lokadag ferðar, þann 9. júní, er svo ekið frá Liepaja út á flugvöll og flogið heim til Íslands kl. 10:45.
Stærstan hluta ferðarinnar verðum við í bænum Rezekne sem er í miðju Latgale héraðs. Vettlingar í þessu héraði eru oft ekki eins litríkir og í Kurzeme héraði en eru ekki síður fallegir, Mikil áhersla er lögð á skrautleg garðaprjóns,,stroff” og það er einmitt eitt af því sem við munum læra.
Föstudagur 31. maí
Flogið til Riga kl. 12:30 og lending í Riga kl. 19.05. Rútuferð heim á hótel í miðborg Riga og frjáls tími.
Laugardagur 1. júní
Við byrjum daginn í Senā Klēts en það er þjóðbúningastofa Letta og þar er gullfalleg verslun með vettlingum og öðru handverki er tengist þjóðbúningahefðum. Þátttakendur boðnir velkominir, við fáum kynningu á starfsemi Senā Klēts sem er stofnað af Maruta Grasmane, höfundi bókarinnar Mittens of Latvia (Þátttakendur á námskeiðinu fá bókina á sérstökum afslætti og einnig afslátt í versluninni). Utan þess er frjáls dagur í Riga og mun Dagný fara með áhugasama prjónara í helstu prjóna- og handverksbúðirnar í nágrenninu. Þá mun eigandi hinnar skemmtilegu verslunar HobbyWool bjóða þátttakendum afslátt (í búðinni má t.d. fá gott garn í vettlinga og tilbúna prjónapakka með uppskrift og garni) ásamt kynningu á bókum sínum, en hún er m.a. höfundur bókarinnar „Knit like a Latvian“.
Sunnudagur 2. júní
Ferð á árlegan handverksmarkað í útjaðri Riga þar sem handverksfólk víðs vegar að safnast saman, selur og kynnir vörur sínar, en markaðurinn hefur verið haldinn árlega á safninu frá árinu 1971. Um kvöldið verður farið í hátíðarkvöldverð á veitingastaðinn Gutenbergs en frá honum er frábært útsýni yfir borgina og alla fallegu turnana í nágrenninu (innifalið í verði ferðarinnar).
Mánudagur 3. júní
Kl. 10:30 Tékkað út af hóteli í Riga, rúta sækir hópinn og ekið til Līvāni
Kl. 13:00 Hádegisverður á kaffihúsinu GAMMA
Kl. 14:00 Vinnustofa í gler- og listasafni í Līvāni (sjá nánar hér: https://www.livanustikls.lv/en/) með meistaranum Maija Kulakova.
Kl. 17:00 Haldið áfram til Rēzekne
Kl. 20:00 Tékkað inn á hótelið (Kolonna Hotel Rezekne) og kvöldverður á veitingastað hótelsins ROZĀLIJA
Þriðjudagur 4. júní
Kl. 10:00 Gengið frá hótelinu að menningar- og sögusafni Latgalehéraðs en þar verður fyrsta vinnustofan. Einnig skoðum við vettlinga á safninu og skoðum gamla og fallega keramikmuni frá héraðinu.
Kl. 13:30 Hádegisverður á MARIJAS CAFE.
Kl. 14:30 Prjónastund á Mākslas nams (sjá hér: https://latgale.travel/listing/art-exhibition-house/ ) eða frjáls tími
Kl. 20:00 Kvöldverður á Veitingastaðnum ROZALIJA á Kolonna hótelinu.
Miðvikudagur 5. júní
Kl. 9:00 Farið með rútu til Preiļi. Fyrri vinnustofa dagsins verður í Lista- og handverkssafninu í Preiļi Arts, sjá hér: https://latgale.travel/listing/preili-museum-history-applied-arts/
Kl. 12:30 Heimsókn í spunaverksmiðju þar sem hægt er að kaupa garn í vettlinga og sitthvað fleira.
Kl. 13:30 Hádegisverður á veitngastaðnum LEVAŽ.
Kl. 14.30 Lagt af stað til Lūznava.
Kl. 15:00 Skoðum okkur um á herragarði Lūznava og þar verður seinni vinnustofa dagsins, sjá hér: http://www.luznavasmuiza.lv/home/
Kl. 15:30 Vinnustofa: blúndukantar (e. lace cuffs)
Kl. 19:00 Kvöldverður úti undir berum himni.
Fimmtudagur 6. júní
Kl. 9:00 Ekið til Baltinava en þar verður fyrri vinnustofa dagsins.
Kl. 13:30 Hádegsiverður í REKOVA myllunni þar sem við fáum hefðbundna rétti frá Latgale, sjá hér: https://www.facebook.com/rekovasdzirnavas/
Kl. 14:30 Lagt af stað til Balvi en seinni vinnustofa dagsins verður í menningarmiðstöðinni í Balvi.
Kl. 17:30 Haldið til baka til Rēzekne.
Kl. 19:30 Kvöldverður á ZĪDS.
Föstudagur 7. júní
Kl. 05:30 Tékkað út af hóteli og lagt af stað á flugvöll í Riga, áætluð koma á flugvöll kl. 8:45.
Kl. 10:45 Beint flug frá Riga til Keflavíkur. Lending í Keflavík kl. 11:45
*Athugið að dagskrárliðir geta færst innan eða milli daga.