Ferðaskrifstofan Mundo býður áhugafólki um bókmenntir og ritlist upp á ritsmiðjunámskeið undir handleiðslu Auðar Jónsdóttur rithöfundar í janúar. Á námskeiðinu leikur Auður með hugmyndina að skrifa til að skilja og sjá sögurnar í lífinu. Hún gefur ráð svo að fólk geti fengið frið fyrir of ágengri sjálfsgagnrýni í þessum efnum og skapað rými fyrir flæði hugans, skrifað ósjálfrátt, ef svo má segja. Hún mun jafnframt segja frá aðferðum við að byggja upp sögu og verður með nokkrar hvetjandi skrifæfingar í farteskinu, bæði æfingar í stíl og persónusköpun, og vonast til að geta styrkt sem flesta við að tileinka sér skrif, hvort sem þeir vilja skrifa skáldskap eða lifandi greinar.
Námskeiðinu er skipt niður þannig að þátttakendur fái sem mest út úr því. Á fimmtudagskvöldi er kennt í 2 klst., á föstudegi og laugardegi er kennt í 2 klst. fyrri partinn og 1 klst. síðar um daginn, en þannig má nýta daginn til skrifa og hugleiðinga sem hægt er svo að fá leiðbeinandi endurgjöf á um kvöldið. Á sunnudagsmorgni er kennt í 2 klst. og námskeiðið dregið saman.
Gist verður á hinu margrómaða “boutique” hóteli sem skreytt er málverkum eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur, Hótel Siglunesi, og þýðir það að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar en þessa helgi er staðurinn frátekinn fyrir þig og verður boðið upp á ómótstæðilegan þriggja rétta kvöldverð á föstudags- og laugardagskvöldi. Hótelið býður upp á nærandi umhverfi sem mun án efa auka innblástur þátttakenda til skrifa auk þess sem náttúrufegurð Siglufjarðar spillir ekki fyrir og hægt er að slaka á í heita potti hótelsins á kvöldin eftir annasaman skriftardag. Hljómar það ekki vel?
Athugið að hægt er að lengja dvölina á Hótel Siglunesi og bjóðum við sérkjör á gistingu og mat. Vinsamlegast hafið samband við mundo@mundo.is hafir þú áhuga á því og við setjum saman pakka fyrir þig.
Ferðadagar: 21. – 24. jan 2021
Verð pr. mann:
Athugið að sams konar námskeið hafa verið styrkhæf hjá stéttarfélögum.