Finnst þér gaman og gott að borða góðan mat? Viltu kynna þér margt af því besta sem Brussel hefur upp á að bjóða? Sælkeraferð til höfuðborgar Belgíu er lífleg skemmtun og fræðandi.
Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Ferðatímabil: skv samkomulagi við hópa – við sérsníðum ferðina
Fararstjórar: Albert Eiríksson og Svanhvít Valgeirsdóttir
Albert er mikill mataráhugamaður er annálaður gestgjafi. Hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins alberteldar.com.
Svanhvít er myndlistarkona og förðunarmeistari. Hún býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. Þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Vegna atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.
Upplýsingar hjá Margréti s. 691 4646 eða margret@mundo.is