Ferðaskrifstofunni Mundo er sönn ánægja að bjóða upp á sextíu stundir af fræðslu og gleði fyrir forvitna, bókelska og ferðaþyrsta. Á námskeiðinu fjalla Silja Aðalsteinsdóttir og rithöfundurinn sjálfur, Hallgrímur Helgason, um verðlaunabókina Sextíu kíló af kjaftshöggum og vitaskuld verður námskeiðið haldið á Siglufirði. Hér er um sanna menntun, skemmtun, menningu og þjálfun að ræða þar sem þátttakendur fá að drekka úr viskubrunni Silju og Hallgríms auk þess sem farið verður um Siglufjörð og nálæga firði. Þannig komast lesendur í náin kynni við sögusvið bókarinnar auk þess sem við skyggnumst inn í Þjóðlagasetrið og skoðum Síldarminjasafnið með bókina í huga. Ef veður leyfir verður farið í siglingu og kostar það aukalega. Örlygur Kristfinnsson forvígismaður Síldarminjasafnsins verður sérstakur leiðsögumaður okkar í siglingunni og gönguferðum utan fjarðar.
Dagskráin er sem hér segir:
Föstudagurinn 09. sept
Kl. 18:00 Þátttakendur eru boðnir velkomnir (ath. kvöldverður er ekki innifalinn þetta kvöld)
Kl. 20:30 Hallgrímur Helgason les upp úr bók sinni og segir frá heimildavinnu við verkið
Laugardagur 10. sept
Kl. 8:30 Morgunverður
Kl. 9:00 Morguninnlegg Silju: Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um Sextíu kíló af kjaftshöggum og verða umræður á eftir.
Kl. 11:00 Ferðalag um söguslóðir bókarinnar þar sem saga bókarinnar lifnar við undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar. Komið til baka síðdegis (ath. þátttakendur fara á eigin bílum).
(Ef veðurspá er ekki góð þá er hægt að víxla dagskrá við betri daga.)
Kl 18:30 Kvöldmatur, þriggja rétta marokkóskur kvöldverður að hætti kokksins – Kvæðamannafélagið kemur í heimsókn og allir læra að kveða rímur!
Sunnudagur 11. sept
Kl. 8:30 Morgunverður
Kl. 9:00 Morguninnlegg Silju: Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um Sextíu kíló af kjaftshöggum og verða umræður á eftir.
Tékkað út af hóteli (fyrir kl. 12:00)
Kl. 11:00 Leiðsögn um Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetrið undir stjórn forstöðumanns safnsins Anitu Elefsen.
Þá mun Hallgrímur Helgason aftur sitja fyrir svörum og lesa upp úr bókinni.
Mögulegri siglingu verður komið inn þar sem besta veðrið ríkir og annarri dagskrá hliðrað til.
Ferðadagar: 9. – 11. sept 2022
Verð pr. mann:
Athugið að sams konar námskeið hafa verið styrkhæf hjá stéttarfélögum.