Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði í janúar, febrúar og mars, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Enginn annar er ólympíufarinn á gönguskíðum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, sér um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands ásamt félögum í Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Gist er á hinu margrómaða “boutique” hóteli sem skreytt er málverkum eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur, Hótel Siglunesi, og þýðir það að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar en þessar helgar er staðurinn frátekinn fyrir þig! Eftir laugardagsæfingar verður boðið upp á slakandi jóga og teygjur, auk þess sem við mælum sérstaklega með að taka því rólega eftir langan dag í heita pottinum við Hótel Siglunes.
Þessi ferð er hönnuð fyrir þau sem vilja ævintýri, vilja læra almennilega á gönguskíði, vilja góðan félagsskap og hafa áhuga á ilmandi, hægelduðum og krydduðum mat í fallegu umhverfi. Athugið að þau sem hafa komið á gönguskíðanámskeið hjá okkur áður fá 10% afslátt af verði námskeiðanna. Langi þig að lengja dvölina á Sigló og nýta það sem þú hefur lært á námskeiðunum getum við boðið sérkjör á gistingu og mat á Hóteli Siglunesi. Vinsamlegast taktu fram í pöntunarferli hvort þú hefur komið á skíðagöngunámskeið hjá Mundo áður, eða vilt bæta við gistinóttum.
Athugið að hér má skoða myndir og umfjallanir um herbergin á Hótel Siglunesi: https://www.hotelsiglunes.is/is/rooms
Vinsamlegast skráið nöfn þátttakanda í pöntunarkerfinu undir „Frekari upplýsingar“.
Helgar sem í boði eru og verð er eftirfarandi:
Námskeið fös – sun:
Verð pr. mann:
Námskeið fim – sun:
Verð pr. mann:
ATH. Greitt er fyrir alla gesti í sama herbergi í einu – vinsamlegast skrifið nöfn herbergisfélaga í athugasemd í pöntunarkerfinu.
——————————————————-
Dagskrá (fös – sun):
Föstudagur
Athugið að hægt er að tékka inn á Hótel Siglunes frá kl. 15:00
Æfing klukkan 18:30 – 20:00 (mæting 18:15)
Kl. 20:40 safnast hópur saman í anddyri hótels og er boðinn velkominn – sagt er frá námskeiði, hvar helstu hluti er að finna á Sigló o.s.frv.
Að því loknu er tveggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad Hbib, meistarans frá Marokkó.
Laugardagur
Morgunmatur kl. 8:00 – 9:30
Æfing klukkan 10:00 – 11:30 (mæting 09:45)
Hádegismatur kl. 12.00 – 13:30 (heit súpa, brauð og hummus)
Seinni æfing kl. 14:00 – 16:30 (mæting 13:45)
Jóga kl. 17:00 – 17:40 (öðrum hóp bætt við kl. 18:00 – 18:40 ef þarf)
Kvöldverður kl. 20:00
Þriggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad Hbib, meistarans frá Marokkó.
Sunnudagur
Morgunmatur kl. 8:00 – 9:30
Æfing klukkan 10:00 – 11:30 (mæting 09:45)
Námskeiði lokið og tékkað út af hóteli kl. 12:00
——————————————————-
Dagskrá (fim – sun):
Fimmtudagur
Athugið að hægt er að tékka inn á Hótel Siglunes frá kl. 15:00
Æfing klukkan 18:30 – 20:00 (mæting 18:15)
Kl. 20:40 safnast hópur saman í anddyri hótels og er boðinn velkominn – sagt er frá námskeiði, hvar helstu hluti er að finna á Sigló o.s.frv.
Athugið að kvöldmatur er ekki innifalinn þetta kvöld. Hægt er að bóka borð á veitingastaðnum á Hótel Siglunesi, snæða á leiðinni norður eða á einhverjum hinna veitingastaðanna á Sigló.
Föstudagur
Morgunmatur kl. 8:00 – 9:30
Æfing klukkan 10:00 – 11:30 (mæting 09:45)
Hádegismatur kl. 12.00 – 13:30 (heit súpa, brauð og hummus)
Seinni æfing kl. 14:00 – 16:30 (mæting 13:45)
Frjáls tími
Kvöldverður kl. 20:00
Tveggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad Hbib, meistarans frá Marokkó.
Laugardagur
Morgunmatur kl. 8:00 – 9:30
Æfing klukkan 10:00 – 11:30 (mæting 09:45)
Hádegismatur kl. 12.00 – 13:30 (heit súpa, brauð og hummus)
Seinni æfing kl. 14:00 – 16:30 (mæting 13:45)
Jóga kl. 17:00 – 17:40 (öðrum hóp bætt við kl. 18:00 – 18:40 ef þarf)
Kvöldverður kl. 20:00
Þriggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad Hbib, meistarans frá Marokkó.
Sunnudagur
Morgunmatur kl. 8:00 – 9:30
Æfing klukkan 10:00 – 11:30 (mæting 09:45)
Námskeiði lokið og tékkað út af hóteli kl. 12:00
——————————————————-
Annað sem gott er að vita:
Staðsetning æfinga: Æfingar eru haldnar á skíðasvæðum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eftir því hvar aðstæður eru bestar og eru þátttakendur látnir vita um staðsetningu þegar veðurskilyrði eru orðin skýr.
Varðandi búnað: Hægt er að koma með eigin skíðabúnað, leigja hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar (vinsamlegast hafið samband við skiol@simnet.is) eða Fjallakofanum.
Þátttakendur skuli komi með höfuðljós.