Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði um helgar í janúar, febrúar og mars, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Enginn annar er ólympíufarinn á gönguskíðum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, sér um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands. Gist verður á hinu margrómaða “boutique” hóteli sem skreytt er málverkum eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur, Hótel Siglunesi, og þýðir það að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar en þessar helgar er staðurinn frátekinn fyrir þig! Í lok hvers dags verður boðið upp á teygjur og jóga fyrir þá sem vilja (ath. jógatímar í heitum sal eru valkvæðir og kostar tíminn 1500 kr./mann), auk þess sem við mælum sérstaklega með að slaka á eftir langan dag í heita pottinum við Hótel Siglunes.
Þessi ferð er hönnuð fyrir konur og karla sem vilja ævintýri, vilja læra almennilega á gönguskíði, vilja góðan félagsskap og hafa áhuga á ilmandi, hægelduðum mat í fallegu umhverfi. Skráning er hér á síðunni eða hjá mundo@mundo.is. Athugið að þeir sem hafa komið á gönguskíðanámskeið hjá okkur áður fá 10% afslátt af verði námskeiðanna. Langi þig að lengja dvölina á Sigló og nýta það sem þú hefur lært á námskeiðunum getum við boðið sérkjör á gistingu og mat á Hóteli Siglunesi. Vinsamlegast taktu fram í pöntunarferli hvort þú hefur komið á skíðagöngunámskeið hjá Mundo áður, eða vilt bæta við gistinóttum.
Helgar sem í boði eru og verð er eftirfarandi:
Ferðadagar: 28. – 31. jan 2021
Verð pr. mann:
Ferðadagar: 5. – 7. feb 2021 (ath. fös – sun)
Verð pr. mann:
Ferðadagar: 18. feb – 21. feb 2021
Verð pr. mann:
Ferðadagar: 4. – 7. mars 2021
Verð pr. mann:
Ferðadagar: 19. – 21. mars 2021 (ath. fös – sun)
Verð pr. mann: