Fararstjóri er Lísebet Hauksdóttir, Íþróttafræðingur. Hún er margfaldur Íslandsmeistari á gönguskíðum og hefur verið skíðakennari í mörg ár.
Ferðatímabil: 27. febrúar til 3. mars (ath þetta er hlaupaár)
Verð: 339.900 kr. á mann miðað við tvo í herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli: 45.000 kr.
Staðfestingargjald: 85.000 kr. (óafturkræft nema ferð falli niður)
Fjöldi farþega: lágmark 10 – hámark 16
Eftirstöðvar greiðast 6 vikum fyrir brottför
Upplýsingar gefur Erlendur s. 561 4646 netfang: info@mundo.is
Noregur er paradís skíðagöngufólks hvort sem það er í keppni eða bara til að njóta útiveru. Alla daga eru snjótroðarar á ferðinni til gera ný spor fyrir þá sem vilja njóta þess að upplifa náttúru Noregs og eru skíðasporin í hundruði kílómetra í allar áttir út frá hótelinu. Þaðan er einnig hægt að rölta stuttan spöl, spenna á sig svigskíði og renna sér af stað í eina af mörgum brekkum sem tilheyra skíðasvæði sem er neðan við hótelið.
Hótel Danebu Kongsgaard er staðsett í Aurdal í yfir 1000 mtr hæð í fallegu umhverfi.
Á kvöldin er samvera fyrir þá sem óska í fallegri setustofu með arineld en þar er hægt að grípa í spil, lesa eða njóta samvista með samferðafólkinu. Fyrst og fremst eru þetta dagar til að slappa af, njóta, hlaða batteríin með útiveru, góðum mat og fallegu umhverfi. Þar sem þetta er slökunarferð er engin skipulögð dagskrá hver hefur sinn dag rétt eins og honum hentar en fararstjórinn er til staðar til að skipuleggja skíðadaginn gefa leiðbeiningar og hjálpa til við að gera dagana ógleymanlegan.
Þetta er ekki námskeiðsferð og hún því ekki ætluð algjörum byrjendum. Við ætlumst til að þátttakendur séu a.m.k. með grunnfærni í skíðagöngu en Lísa mun að sjálfsögðu koma með góða tilsögn ef þurfa þykir. Hún mun hafa eina skipulagða æfingu á dag og svo yrði seinni æfingin í frjálsari kantinum.
Innfalið alla daga er morgunverður, hádegisverður eða nestispakki fyrir þá sem vilja nýta daginn úti og þriggja rétta kvöldmáltíð með árstíðabundnu hráefni úr nágrenninu og er spennandi matarupplifun.
Flogið verður snemma á miðvikudeginum 27. febrúar og komið heim seint á sunnudaginn 3. mars. Á Gardemoen bíður rúta eftir hópnum og er aksturinn um 2 og hálfur tími á hótelið. Fyrir þá óþreyjufullu er möguleiki að ná stuttum skíðatúr sama dag fyrir kvöldverðinn. Ekki er flogið fyrr en seint á sunnudeginum þannig að það er líka möguleiki á að ná góðum skíðatúr fyrir ferðalagið heim.