Tilkynning vegna sumarbúða Mundo:
Við vitum að ykkur er farið að lengja í sumarbúðir Mundo, bæði hérlendis og á Spáni. Við vorum sannarlega að vona að við gætum látið af þeim verða þetta sumarið en höfum nú ákveðið að bíða næsta sumars til að láta drauminn verða að veruleika. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda alþjóðlegar sumarbúðir fyrir ungmenni þar sem ferðast er milli landa og því aukin hætta á að covid-smit komi upp með tilheyrandi sóttkví, einangrun, smitrakningu o.s.frv. Við vonum að þið sýnið þessu skilning og vonum enn fremur að við sjáum ykkur sem flest í sumarbúðum Mundo árið 2023!
Viltu að við sendum þér upplýsingar þegar sumarbúðamál 2023 verða komin á hreint? Sendu okkur þá endilega póst á mundo@mundo.is og við látum þig vita um leið og mál skýrast 🙂