Bóka og greiða staðfestingargjald
Staðfestingargjald er 74.000kr./mann
Ógleymanleg ferð um hjarta Albaníu. Þetta ævintýri sameinar ríka sögu og menningu Albaníu sem er land stórkostlegrar náttúru. Eftir líflega heimsókn í Tirana er ferðinni heitið suður á bóginn. Farið verður í göngur um náttúru Albaníu auk þess sem Unesco bæirnir Berat og Gjirokastre verða skoðaðir. Þú upplifir náttúrufegurð Divjaka Karavasta þjóðgarðsins, Leusa og Nivca gljúfursins. Þú kynnist magnaðri albanskri matargerð sem eru smáréttir þar sem hráefni úr náttúru Albaníu er notað í margvíslega smárétti. Ferðin endar á ströndinni í Golem þar sem ferðalangar halda áfram að taka inn sólina áður en flogið er til baka í veturinn á íslandi.
Þessi ferð er fullkomin fyrir ferðalanga sem þjást af léttum hreyfiofsa og forvitni, sem viljaútivistarævintýri, sól og slökun.
Takmarkað pláss í boði! Bókaðu núna og upplifðu töfra Albaníu.
Fararstjóri: Erlendur Pálsson
Ferðatímabil: 1. til 11. nóvember 2024
Verð: 469.000.-
Aukagjald fyrir einbýli: 82.000
Staðfestingargjald: 74.000
Fjöldi farþega: lágmark 12 – hámark 16
Dagur eitt – 1. nóvember – Flogið er með síðdegisflugi frá Keflavík með millilendingu í Frankfurt áætlað er að lenda í Tirana um kl. 23:00. Þaðan er um klukkustundar akstur á hótelið í Tirana.
Dagur tvö – 2. nóvember – Tirana
Skoðunarferð um borgina, hópurinn skoðar Bunk Art neðanjarðarbyrgið og fræðist um sögu landsins undir harðstjórn Enver Hoxa sem var einræðisherra landsins og hélt landinu lokuðu gagnvart umheiminum í 45 ár. Hann lét byggja um 170.000 byrgi um allt landið og skoðum við stærsta byrgið í Tirana. Fleiri merkilegir staðir í borginni verða heimsóttir, markaður o.fl. Þá verður farið með kláf upp á Dajti fjallið og þaðan gefur að líta fyrstu sýn hópsins yfir stórkostlega náttúru landsins.
Hópurinn upplifir fyrstu kynni af matargerð Albaníu í húsi sem er kallað kastalinn í Tirana.
Dagur þrjú – 3. nóvember – Tirana – Berat
Nú þegar hópurinn hefur kynnst borginni er frjáls tími til klukkan 11 til að ganga um nágrennið, versla, kíkja á markað á bakvið hótelið eða annað sem er vert að njóta í Tirana. Þá er lagt í hann suður á bóginn. Eftir ríkulegan hádegisverð er farið í stutta gönguferð í Divjaka Karavasta þjóðgarðinum. Gist verður næstu tvær nætur í Berat kastalanum þar er hægt að velja úr fjölda veitingastaða á kastalahæðinni eða snæða á góðum veitingastað hótelsins.
Dagur fjögur – 4. nóvember – Berat
Farið verður í náttúrugöngu frá Roshnik þorpinu nærri Tomorr sem er heilagasta fjall Albaníu. Þetta er um 3 klukkustundar ganga með um 400 mtr. hækkun. Eftir gönguna verður hádegisverður í Alpeta víngerðinni með smökkum á afurðum víngerðarinnar. Á leiðinni til baka verður komið við í Berat sem er kallaður þúsund glugga bærinn og stendur neðan við kastalann. Bærinn er á heimsminjaskrá Unesco.
Dagur fimm – 5. nóvember – Berat til Leusa
Ekið er til Bylis hæðarinnar en þar eru afar merkilegar minjar frá tímum Rómverja m.a útileikhús sem tók 7500 áhorfendur. Hópurinn fer í söguskoðun um svæðið. Frá hæðinni er stórkostlegt útsýni yfir Vojsa dalinn og alla leið yfir til Adríahafsins. Þar verður snæddur hádegisverður. Eftir hádegisverðinn er ekið til Benje en þar við fallega rómverska brú er heit lind. Þar geta þau sem vilja skellt sér í bað með heimamönnum. Stefnt er á að gista næstu tvær nætur í litlu afskekktu þorpi sem heitir Leusa og snæða veislukvöldverð með afurðum úr nágrenninu.
Dagur sex – 6. nóvember – Leusa
Skemmtilegur göngudagur upp að Sopotit fossi um 12 km ganga með 550 mtr. hækkun og tekur gangan um 5 -6 tíma.
Aftur er kvöldverður á gististaðnum.
Dagur sjö – 7. nóvember – Leusa – Nivca gilið
Dagurinn hefst með skoðunarferð um Gjorkaster kastalasvæðið sem er líka á heimsminjaskrá Unesco. Þar verður snæddur hádegisverður. Ekið sem leið liggur í Nivicha gilið sem er eitt af stærstu giljum Evrópu, um 40 km langt. Þangað koma afar fáir ferðamenn en vegurinn þangað er ný uppgerður og því er ferðin þangað eins og að koma 50-60 ár aftur í tímann. Þetta er eitt af fallegustu svæðum Albaníu, landbúnaður er afar frumstæður og ósnortin náttúra hrífur ferðalanga. Þarna verður dvalið í tvær nætur í bændagistingu, djúpt í hjarta Albaníu.
Dagur átta – 8. nóvember – Nivica svæði
Deginum varið í göngu við gljúfrið og þeir sem vilja geta dýft sér í hylinn við Nivica fossinn.
Dagur níu Nivica – 9. nóvember – Nivica – Golem
Þá fer að líða að lokum ferðarinnar og stefnan tekin á slökun á ströndinni í Golem . Komið verðu við í Palermo kastalanum og eftir að hafa skoðað hann er hádegisverður við kastalann og ekið áfram með fram stórkostlega fallegri strönd Albaníu. Tekin verða stutt stopp á leiðinni.
Dagur tíu Nivica – 10. nóvember – Golem
Þetta er dagur til að slaka á og njóta á ströndinni og notasíðasta sólardaginn fyrir veturinn á Íslandi.
Dagur ellefu – 11. nóvember – heimferðardagur
Lagt er af stað eldsnemma um morguninn en flugið er kl. 06:00 og er um klukkustundar akstur frá Golem. Aftur er millilent í Frankfurt og er áætluð heimkoma til Keflavíkur kl. 14:15.