Ferðaskrifstofan Mundo býður upp á vatnslitanámskeið undir handleiðslu listamannsins Sigtryggs Baldvinssonar á Siglufirði dagana 8. – 11. júní 2023. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja fá tilsögn við að fínpússa list sína. Viðfangsefni námskeiðsins verður náttúra Tröllaskagans með sérstaka áherslu á hinn undurfagra Héðinsfjörð, eyðifjörðinn milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Hvernig nálgumst við landið í gegnum athöfnina að mála? Vinnan á námskeiðinu skiptist í vettvangsferðir og úrvinnslu. Hvernig getur vatnsliturinn hjálpað okkur við að ná dýpri tengingu við náttúruna og aukið skilning okkar á henni? Ef það rignir og blæs verða vettfangs- og skissuferðir stuttar og snarpar en ef veður verður blítt verður dvalið lengur og víðar farið.
.
Gist verður á hinu margrómaða “boutique” hóteli sem skreytt er málverkum eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur, Hótel Siglunesi, svo nægur verður innblásturinn til listsköpunar þessa helgi. Það þýðir einnig að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld síðasta sumar en þessa helgi er staðurinn frátekinn fyrir þig og galdrar Jaouad fram kryddaða og ilmandi rétti úr ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. Hótelið býður upp á nærandi og skapandi umhverfi auk þess sem náttúrufegurð Siglufjarðar spilar sína rullu í inntaki námskeiðsins og ekki skemmir fyrir að hægt er að slaka á í heita potti hótelsins á kvöldin eftir annasaman dag. Hljómar það ekki vel?
Athugið að hægt er að lengja dvölina á Hótel Siglunesi og bjóðum við sérkjör á gistingu og mat. Vinsamlegast hafið samband við mundo@mundo.is hafir þú áhuga á því og við setjum saman pakka fyrir þig.
Um námskeiðsstjóra: Myndlistamaðurinn Sigtryggur Baldvinsson er fæddur árið 1966 og hefur haldið á fjórða tug einkasýninga. Viðfangsefni hans er fyrst og fremst náttúran og síðustu ár hefur samspil gróðurs og vatns í Héðinsfirði verið meginstef í list Sigtryggs. Hann hefur stjórnað fjölda námskeiða víða um land auk þess sem hann hefur kennt við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlistaskólann á Akureyri , Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Kópavogs, nú og haldið vatnslitanámskeið á Siglufirði síðustu sumur við mikinn fögnuð þátttakenda. Verk Sigtryggs má finna í öllum helstu söfnum landsins.
Námsaðstaða: Kennsla fer fram í hinni gamalkunnu og fallegu Ljósastöð á Siglufirði, en um ræðir samfélags- og menningarsetur þar sem listamenn hafa m.a. fengið aðstöðu til listsköpunar sinnar á síðustu árum. Ljóstastöðin er um 700 m frá Hótel Siglunesi og fara þátttakendur á eigin bílum eða tveimur jafnfljótum á staðinn.
Vettvangsferðir: Staðsetning vettvangsferða er ákveðin eftir því hvar best viðrar hverju sinni og fara þátttakendur á eigin bílum ef aka þarf á staðinn.
Ferðadagar: 8. – 11. júní 2023
Athugið að hér má skoða myndir og umfjallanir um herbergin á Hótel Siglunesi: https://www.hotelsiglunes.is/is/rooms
Vinsamlegast skráið nöfn þátttakanda í pöntunarkerfinu undir „Frekari upplýsingar“.
Verð pr. mann:
Athugið að sams konar námskeið hafa verið styrkhæf hjá stéttarfélögum.
Dagskrá:
Fimmtudagur 8. júní
Þátttakendur koma sér fyrir á Hótel Siglunesi, hægt að tékka inn eftir kl. 15:00
Frjáls tími
kl. 19: 00 – 21:00 – Námskeið
Kvöldmatur er ekki innifalinn þetta kvöld en hægt er að panta borð á veitingastaðnum á Hótel Siglunesi, snæða á leiðinni norður eða fara á einhvern hinna veitingastaðanna á Siglufirði
Föstudagur 9. júní
kl. 8:30 – 9:20 Morgunmatur
kl. 9:30 – 12:00 Námskeið
kl. 12:00 – 13.00 Hádegishlé/frjáls tími
kl. 13:00 – 15:00 Vettvangsferð nr. 1 – áfangastaður og lengd ferðar fer eftir veðrum og vindum.
kl. 15:00 – 17:30 Námskeið
kl. 18:00 – 20:00 Tveggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad Hbib, meistarans frá Marokkó. Þökk sé honum þá var Siglufjörður tilnefndur sem mataráfangastaður Norðurlandanna árið 2018.
kl. 20:30 – 21:30 Námskeið
Laugardagur 10.júní
kl. 8:30 – 9:20 Morgunmatur
kl. 9:30 – 12:00 Vettvangsferð nr. 2. – áfangastaður og lengd ferðar fer eftir veðrum og vindum. (Ath. gestir taka með sér hádegisnesti af hóteli)
kl. 13:00-18.00 Námskeið
Frjáls tími – hægt er að skipuleggja ferð t.d. í Bjórgerðina Segul (ath. ekki innifalið í verði)
kl. 20:00 – 22:00 Þriggja rétta kvöldverður að hætti Jaouad
Sunnudagur 11. júní
kl. 8:30 – 9:20 Morgunmatur
kl. 9:30-12:00 Vinna inni eða úti og yfirferð. Námskeiðslok.
Útbúnaðarlisti:
vatnslitir
vatnslitapappír
penslar
blýantar og/eða teiknikol
myndavél (eða símamyndavél)
útivistarfatnaður (þar á meðal gönguskór eða stígvél)
ATH. nánari útbúnaðarlisti verður sendur á þátttakendur þegar nær dregur námskeiði