Greiða eftirstöðvar
Greiða aukagjald fyrir einbýli
Staðfestingargjald er 50.000kr
Ert þú list- eða verkgreinakennari? Vilt þú fara í námsferð sem er sérsniðin að þínum faglegu þörfum?
Kannski hentar þessi ferð þér? Farið verður í fjóra ólíka skóla, einkaskóla sem og almenna, þrjá á grunnskólastigi og einn á framhaldskólastigi. Skólarnir eru allir mjög ólíkir og áherslur mismunandi. Hvernig hljómar þetta?
Ferðatilhögun og dagskrá:
FIM 8. október
Flogið út kl.21:55 og lending í Gdansk kl. 03:30 – rútuferð heim á hótel.
FÖS 9. október – Skólaheimsóknir
Kl. 9:00 ~ 15:00
LAU 10. október
Kl. 10:00-12:30 hópefli
Rannsóknar-ratleikur í anda James Bond sem hefur slegið í gegn. Farið er um helstu kennileiti Gdanks-borgar með ipad að vopni og verkefni leyst. Hópaskipt.
Kl. 19:00
Hátíðarkvöldverður * – margir skemmtilegir möguleikar – ekki innifalinn í tilboði.
SUN 11. október – Frjáls dagur
Mundo mælir með því að skreppa í strandbæinn Sopot, njóta útivistar í dásamlegu og fersku umhverfi við Eystrasaltið.
MÁN 12. október – Skólaheimsóknir
Kl. 9:00 ~ 15:00
ÞRI 13. apríl – Heimferðardagur
Kl. 9:00 – tékkað út af hóteli
Kl. 10:00 Rúta sækir hópinn. – Heimsókn í eftirskólasetur – barnamenningarhús, sem er staðsett í tæpri klst. fjarlægð frá Gdansk. Á leiðinni er komið við í Melbrok – kastala. Hér er mögulega hægt að koma við í Sztutowo , fyrstu útrýmingarbúðum nasista, ef vill, áður en haldið er í eftirskólasetrið en þá þyrfti að leggja af stað kl. 9:00. Gert ráð fyrr hádegisverði á leiðinni, ekki innifalinn.
Kl. 16 lagt af stað út á flugvöll í Gdansk.
Kl. 17:00 Mæting á flugvöll Kl. 19:25, lending í Keflavík kl. 21:15.