fbpx

Mundo sérhæfir sig í innihaldsríkum og menntandi ferðum fyrir einstaklinga og hópa.

 • Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  Margrét Jónsdóttir Njarðvík Eigandi

  MUNDO – alþjóðleg ráðgjöf var stofnuð haustið 2011. Eigandi er Margrét Jónsdóttir Njarðvík. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princeton háskóla og MBA gráðu frá HR. Margrét er alin upp í ferðamennsku. Hún var í sveit á Húsafelli í Borgarfirði og tvítug hóf hún störf sem fararstjóri á Mallorka. Leiðsögumannaprófi lauk hún 1987 og vann sem leiðsögumaður og fararstjóri innanlands og utan. Þá hefur Margrét kennt spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í HÍ og dósent í HR. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR.  Margrét er jafnframt vararæðismaður Spánar og sinnir sérstaklega menntun og menningu auk þess sem hún er nú varaformaður stjórnar Fulbright og stofnaði Alþjóðaskólann Reykjavík í sumar ásamt sjö öðrum konum. Því kemur ekki á óvart að einkennisorð Mundo menntun, skemmtun, menning og þjálfun einkenni það sem stofnanda Mundo finnst skemmtilegast af öllu en það er að sjá fólk læra á ferðalögum, styrkjast og menntast hvort sem það er líkamlega eða andlega eða með því að læra tungumál.

 • Una Helga Jónsdóttir
  Una Helga Jónsdóttir Skrifstofa

  Una Helga er fornleifafræðingur að mennt og hefur gaman af minjum, rústum, gripum og öllu gömlu. Hún stefndi á fornleifafræðina síðan hún var lítil að leika sér í hlíðum Snældubjarganna í bakgarðinum í sveitinni, og hefur starfað við uppgröft og fornleifaskráningu víðs vegar um landið. Áhugasvið hennar teygir sig einnig út fyrir fornleifafræðina, en hún starfaði m.a. í túrista- og útflutningsbransanum áður en hún hóf störf hjá Mundo. Náttúran, ferðalög og framandi menning eru Unu Helgu ofarlega í huga en hún hefur ferðast vítt og breytt um heiminn og vill helst sjá sem allra mest á lífsleiðinni. Allt tengt listum er henni mjög kært, hvort sem það er myndlist, tónlist, bókmenntir, kvikmyndalist, dans eða annað. Henni er ýmislegt til lista lagt en skemmtilegast finnst henni að ferðast, gleðjast, elda framandi rétti og bæta við spænskukunnáttuna.

 • HÖRÐUR TRYGGVI BRAGASON
  HÖRÐUR TRYGGVI BRAGASON Skrifstofa

  Hörður Tryggvi Bragason stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík og vinnur hjá Mundo með skóla. Hörður var skiptinemi í þriðju stærstu borg Spánar, Valencia, á vegum Mundo og talar spænsku reiprennandi. Hann hefur auk þess unnið í sumarbúðum Mundo í Aranda de Duero og tekur að sér ýmis verkefni sem sinna þarf innan fyrirtækisins. Hörður hefur áhuga á ferðalögum, bókmenntum og tungumálum og þá sérstaklega spænsku. Hann hefur farið til flestra héraða Spánar, les reglulega spænskar bækur og er í góðu sambandi við spænsku fósturfjölskylduna sína. Hörður eyðir mestum hluta tíma síns í námið en spilar auk þess á píanó og stundar líkamsrækt reglulega. Í frítíma sínum hangir hann ýmist með vinum sínum, les góða bók eða kíkir við í höfuðstöðvar Mundo en þar er alltaf nóg af verkefnum sem sinna þarf.

 • DAGRÚN HJARTARDÓTTIR
  DAGRÚN HJARTARDÓTTIR Skrifstofa

  Dagrún hefur starfað í áratugi sem söngkennari, deildarstjóri söngkennaradeildar, kórstjóri og fyrirlesari auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra söngkennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
  Hún spilar á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, hefur klifið flest fjöll í nágrenni Reykjavíkur, þverað ár og dali víðsvegar um landið og gengið á Hvannadalshnjúk.