Undirbúningsnámskeið í spænsku fyrir skiptinám og sumarbúðir

Viltu ná smá grunni í spænskunni áður en haldið er í skiptinám, sumarbúðir eða áður en þú tekur á móti spænskum sumarbúðakrakka?

Mundo hefur nú sett saman tvenns konar undirbúningsnámskeið í spænsku fyrir krakka sem annars vegar stefna á skiptinám, og hins vegar fyrir þá sem ætla utan í sumarbúðir eða ætla að taka á móti spænskum unglingi sem tekur þátt í sumarbúðum í Reykjavík.

Lögð verður áhersla á menningu Spánar og grunn í tungumálinu sem gagnast viðkomandi vel. Einnig er þetta góð leið til að leyfa krökkunum aðeins að kynnast áður en prógrammið hjá þeim hefst. Verðið á námskeiðinu er 19.900 kr. Sjá nánar undir spænskunám á forsíðu Mundo.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Deila á facebook