Upplifðu litríka Marrakech, forna menningu í Fes, nútímaarkitektúr í Casablanca, gullnar sandöldur í Merzouga og töfrandi Ouarzazate, kvikmyndaborgina við eyðimörkina. Þessi ferð sameinar borgarlíf, sögu, menningu og náttúru – fullkomin leið til að hefja nýtt ár í ævintýrum!
-
Innlendur enskumælandi leiðsögumaður allan tímann
-
28. desember 2025 - 5. janúar 2026
-
389.000 kr
-
50.000 kr
-
97.250 kr
-
greiðist fyrir 15. nóvember – greiðsluseðill kemur í netbanka
-
10 - 16
Yfirlit
Upplifðu töfra Marokkó í einstakri nýársferð sem sameinar stórbrotna náttúru, fornar borgir og einstaka menningu – ógleymanleg byrjun á nýju ári!
Marrakech – litríkar götur, souk-markaðir og menningarperlur.
Casablanca – stórbrotna Hassan II moskan.
Rabat, Meknes og Volubilis – saga, list og fornminjar.
Fes – miðaldaborg með lifandi hefðir.
Merzouga – Sahara-eyðimörkin, úlfaldar og stjörnunætur.
Ouarzazate og Ait Benhaddou – kvikmyndaborg og kasbahs.