Mundo meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd, þar á meðal lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Mundo safnar og vinnur persónuupplýsingar aðeins með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti. Við tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við viðurkennda vinnsluhætti og gætum þess að vernda réttindi notenda okkar. Að því leyti sem þessir skilmálar taka ekki á tilteknum atriðum gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.
Söfnun og meðferð persónuupplýsinga
Þegar notendur skrá sig í ferðir, senda fyrirspurnir eða skrá sig á biðlista eða póstlista, kunna þeir að þurfa að gefa upp nafn sitt, netfang, heimilisfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar. Mundo skuldbindur sig til að varðveita þessar upplýsingar á öruggan hátt og mun ekki miðla þeim til þriðja aðila nema með samþykki viðkomandi eða samkvæmt lagaskyldu, t.d. með dómsúrskurði.
Greiðsluupplýsingar
Mundo safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina. Allar kortagreiðslur á vefsíðu Mundo fara í gegnum örugga greiðslugátt Verifone.
Notkun vafrakaka og annarra gagna
Við heimsókn á vefsíðu Mundo kunna ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun að vera skráðar, t.d. IP-tala notanda. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar í öryggisskyni og fyrir bilanagreiningu. Mundo notar einnig vafrakökur (cookies) til að tryggja rétta virkni vefsíðunnar, safna tölfræðiupplýsingum og auðvelda deilingu á samfélagsmiðla.
Réttindi notenda
Notendur geta hvenær sem er óskað eftir því að persónuupplýsingum þeirra verði eytt úr gagnagrunni Mundo eða lagt fram athugasemdir um meðhöndlun gagna. Fyrirspurnir og beiðnir um eyðingu persónuupplýsinga má senda á mundo@mundo.is.