Mundo er ferðaskrifstofa þar sem
menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman

Fjölbreyttar ferðir við allra hæfi

Skiptinám

Mundo er lífsbreytandi ferðaskrifstofa og sést það best á skiptinemunum okkar. Þeir fara í mörg þúsund kílómetra ferðalag en aðalferðalagið er inná við, ferðalagið þar sem þú tekur inn nýja menningu og tungumál og tekst á við sjálfa(n) þig í nýjum aðstæðum.

 • Að fara í sumabúðir Mundo var spennandi og skemmtileg ákvörðun. Maður er náttúrulega alltaf aðeins stressaður í byrjun en þetta kom seinna. Ég myndi 100% fara aftur ef það kæmi til boða því þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert

  Elmar Ingi Kristjánsson Jansen
 • Æði. Mundi vera lengur ef ég gæti. Ég lærði sjálfstjórnun og áttaði mig á því að maður getur stjórnað viðbrögðunum sínum þegar maður lendir í einhverju slæmu.

  Þórunn Hekla Hjálmarsdóttir
 • Ég elska Mundo. Þessi ferð var æðisleg, ég kynntist helling af nýju fólki, lærði spænsku og skemmti mér hrikalega vel. Ég vil fara aftur!

  Haukur Árnason
 • Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu fyrir alla. Þetta var ótrúleg reynsla.

  Bjarki Björnsson
 • Ég hef vaxið og dafnað meira á þessum 3 vikum heldur en á 3 árum í daglegu lífi. Þegar ég fór í sumarbúðir Mundo ætlaði ég eingöngu að koma heim með nýtt tungumál. Að vísu gerði ég það, en ég kom einnig heim með aukna þekkingu á sjálfum mér og aukna virðingu fyrir öllu og öllum í kringum mig. Ég myndi ekki hika við að fara aftur, fengi ég annað tækifæri til þess.

  Edda Steinþórsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo er það skemmtilegasta sem ég hef gert! Ég eignaðist spænska og íslenska vini sem ég mun aldrei gleyma og systur eins og ég hef alltaf óskað mér. Ég hefði viljað vera miklu lengur!

  Ingunn Jóna Valtýsdóttir
 • Að fara í sumarbúðir hjá Mundo er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég lærði helling bæði um Spán og um mig sjálfan. Klikkað stuð, æðislegir krakkar og frábær stemning lýsir þessari ferð best. Ég mæli hiklaust með þessu!

  Gauti Steinþórsson
 • Að fara í sumarbúðir Mundo er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er svo þroskandi og gefandi, og maður eignast svo marga vini. Ég mæli hiklaust með þessu, því ég kynntist fólki sem ég mun aldrei gleyma.

  Margrét Harpa Benjamínsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo voru lífsbreytandi fyrir mig. Ég fór út fyrir þægindarammann og kynntist æðislegu fólki. Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert!

  Helena Ásta Ingimarsdóttir
 • Ég lærði mikið meðan á dvölinni stóð, mest um spænska matarmenningu, listasögu og auðvitað lærði ég líka margt gagnlegt í spænsku. Mér fannst ég líka kynnast Spánverjum vel og það var gaman. Það mikilvægasta var þó að læra að setja sér markmkið og ákveða að fylgja þeim. Ég er enn sami gamli góði ég en reynslumeiri.

  Kristján Skírnir Kristjánsson

Jakobsstígur

Fjölbreyttar ferðir við allra hæfi

Amazon og Machu Picchu

Perú
Nóvember 2017

Sumarbúðir/Skiptinám

One step to the edge of impossible.