Sagan okkar
Mundo alþjóðleg ráðgjöf var stofnað haustið 2011 af Margréti Jónsdóttur Njarðvík. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princeton háskóla ásamt MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún ólst upp í ferðamennsku, var í sveit á Húsafelli í Borgarfirði og hóf störf sem fararstjóri á Mallorka þegar hún var tvítug.
Margrét lauk leiðsögumannaprófi árið 1987 og starfaði sem leiðsögumaður og fararstjóri bæði innanlands og utan. Auk þess hefur hún kennt spænsku í meira en tuttugu ár, fyrst sem lektor við Háskóla Íslands og síðar sem dósent við Háskólann í Reykjavík. Þar stýrði hún alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við skólann.
Einkennisorð Mundo – menntun, skemmtun, menning og þjálfun – endurspegla vel það sem stofnandanum finnst skemmtilegast: að sjá fólk læra og styrkjast á ferðalögum, hvort sem það er líkamlega, andlega eða í gegnum tungumálanám. Þetta er kjarninn í starfsemi Mundo, þar sem fræðsla og persónulegur vöxtur fá að njóta sín í bland við upplifun og skemmtun.