fbpx

Um Mundo

Um fyrirtækið

MUNDO – alþjóðleg ráðgjöf var stofnuð haustið 2011. Eigandi er Margrét Jónsdóttir Njarðvík. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princeton háskóla og MBA gráðu frá HR. Margrét er alin upp í ferðamennsku. Hún var í sveit á Húsafelli í Borgarfirði og tvítug hóf hún störf sem fararstjóri á Mallorka. Leiðsögumannaprófi lauk hún 1987 og vann sem leiðsögumaður og fararstjóri innanlands og utan. Þá hefur Margrét kennt spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í HÍ og dósent í HR. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. Margrét var jafnframt vararæðismaður Spánar í tæp tutttugu ár og var að segja því embætti lausu. Margrét sat í stjórn Fulbright og Forlagsins og situr nú í stjórn FKA. Því kemur ekki á óvart að einkennisorð Mundo menntun, skemmtun, menning og þjálfun einkenni það sem stofnanda Mundo finnst skemmtilegast af öllu en það er að sjá fólk læra á ferðalögum, styrkjast og menntast hvort sem það er líkamlega eða andlega eða með því að læra tungumál.

Starfsmenn

Fararstjórar