Sagan okkar

Starfsfólk

Mundo alþjóðleg ráðgjöf var stofnað haustið 2011 af Margréti Jónsdóttur Njarðvík. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princeton háskóla ásamt MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún ólst upp í ferðamennsku, var í sveit á Húsafelli í Borgarfirði og hóf störf sem fararstjóri á Mallorka þegar hún var tvítug.

Margrét lauk leiðsögumannaprófi árið 1987 og starfaði sem leiðsögumaður og fararstjóri bæði innanlands og utan. Auk þess hefur hún kennt spænsku í meira en tuttugu ár, fyrst sem lektor við Háskóla Íslands og síðar sem dósent við Háskólann í Reykjavík. Þar stýrði hún alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við skólann.

Einkennisorð Mundo – menntun, skemmtun, menning og þjálfun – endurspegla vel það sem stofnandanum finnst skemmtilegast: að sjá fólk læra og styrkjast á ferðalögum, hvort sem það er líkamlega, andlega eða í gegnum tungumálanám. Þetta er kjarninn í starfsemi Mundo, þar sem fræðsla og persónulegur vöxtur fá að njóta sín í bland við upplifun og skemmtun.

Skrifstofa

Birna María Þorbjarnardóttir

Framkvæmdastjóri, skipulagning ferða og fleira skemmtilegt

Margrét Njarðvík

Stofnandi Mundo

Nanna Hlíf Ingvadóttir

Umsjón ungmennaferða og tungumálanáms

Una Helga Jónsdóttir

Öll smáatriði og skipulag sem þarf að vera í fullkomnu lagi

Fararstjórar

Anna Pála Stefánsdóttir

Fararstjóri

Dagný Hermannsdóttir

Fararstjóri

Elínborg Sturludóttir

Fararstjóri

Guðrún Halla Tulinus

Fararstjóri

Halldór E Laxness

Fararstjóri

Helmut Hinrichsen

Fararstjóri

Jóhanna Arnórsdóttir

Fararstjóri

Justinus Simanavičius

Fararstjóri

Sigmundur Páll Freysteinsson

Fararstjóri

Þóra Björk & Örvar

Fararstjórar

Þórhalla Andrésdóttir

Fararstjóri