Camino Francés er líklega vinsælasta leið Jakobsvegarins (Camino de Santiago), frá Saint-Jean-Pied-de-Port í Frakklandi og liggur til Santiago de Compostela á Spáni. Við ætlum í þessari ferð að ganga fyrstu 300 km; frá Saint-Jean-Pied-de-Port til Burgos.
Heildarvegalengd er 300 km, dagleiðir eru 20-30 km. Þátttakendur taki ábyrgð á því að þær hafi heilsu og úthald í þetta mikla göngu. Mögulega er hægt að taka leigubíl einhverja daga til að stytta göngu ef viðkomandi þarf á því að halda, en það er á kostnað þess sem gerir það. Anna aðstoðarkona í fylgdarbíl sér um að græja hádegismat og ýmislegt fleira, en sér ekki um að keyra þátttakendur milli staða, nema einhver verði veik. Gengið er í þögn fram að hádegi. Gengið er með léttan dagpoka. Farangur er trússaður á milli gististaða, ein taska (max 12 kg) á hvern þátttakanda.
Verðupplýsingar koma á næstu vikum. Við bjóðum áhugasömum konum að skrá sig á forsölulista með því að fylla út formið hér neðst á síðunni. Þessi skráning er án skuldbindinga um að fara í ferðina en fyrir þær sem skrá sig verður boðið upp á snemmskráningarafslátt ef greitt er staðfestingargjald fyrir ákveðinn tíma.
-
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Elínborg Sturludóttir og Þórhalla Andrésdóttir. Aðstoðarkona: Anna Ingadóttir
-
18. júní - 2. júlí 2026
-
upplýsingar koma síðar
-
upplýsingar koma síðar
-
upplýsingar koma síðar
-
Eftirstöðvar greiðast fyrir 30. apríl 2026 – greiðsluseðill kemur í netbanka
-
18
-
24 - 34
Yfirlit
🔹 0-25 km: Saint-Jean-Pied-de-Port → Roncesvalles
- Fyrsti dagurinn er einn sá erfiðasti. Þá er gengið yfir Pyreneafjöllin, með stórkostlegt útsýni.
- Roncesvalles er sögulegur og fallegur staður með gamalli klausturkirkju.
🔹 25-140 km: Roncesvalles → Pamplona → Puente la Reina → Estella
- Léttari dalir og lítil þorp.
- Pamplona, þekkt fyrir nautahlaupin, er fyrsta stærri borgin á leiðinni.
- Áfram í gegnum víngarða og gömul þorp að Puente la Reina (fræg brú frá miðöldum) og Estella.
🔹 140-200 km: Estella → Logroño
- Inn í Rioja-hérað, eitt helsta vínræktarsvæði Spánar.
- Frægur vínbrunnur við Irache-klaustrið þar sem pílagrímar fá ókeypis vín.
- Logroño er lífleg borg með mörgum tapas-barum.
🔹 200-300 km: Logroño → Burgos
- Frá Rioja og inn í Kastilíu.
- Santo Domingo de la Calzada er þekkt fyrir söguna um hænurnar í kirkjunni.
- Leiðin heldur áfram yfir sléttlendi að Burgos, þar sem glæsileg dómkirkja býður þig velkomin.