Skíðagöngunámskeið á Siglufirði 2026

3 Dagar

Viltu læra almennilega á gönguskíði? Sérðu þig fyrir þér bruna áfram á fullri ferð með rjóðar kinnar og gleði í hjarta eftir bestu gönguskíðabrautum landsins á Siglufirði og Ólafsfirði? Kanntu smá, dálítið eða lítið sem ekkert en ert ákveðin/n í að breyta því?

  • febrúar og mars 2026
  • 69.900 kr.
  • 20.000 kr.
  • 25% af heildarverði ferðar
  • Eftirstöðvar greiðast 4 vikum f. brottför – greiðsluseðill kemur í netbanka
  • 18

Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Frábærir skíðakennarar frá  Ólafsfirði og Siglufirði sjá um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands. Gist er á hinu margrómaða “boutique” Hótel Siglunesi, og þýðir það að þú verður í fæði á landsfrægum veitingastað hótelsins, veitingastaðurinn er þekktur fyrir gómsæta marokkóska rétti. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar og fólk gerir sér sérferð á Siglufjörð til að borða matinn sem þar er útbúinn en þessar helgar er staðurinn frátekinn fyrir þig! Við mælum svo sérstaklega með að taka því rólega eftir langan dag í heita pottinum við Hótel Siglunes.

Helgar sem í boði eru og verð er eftirfarandi: 20. – 22. feb og 6. – 8. mars

Námskeið fös – sun:

  • 20. – 22. febrúar 2026
  • 6. – 8. mars 2026

Verð pr. mann:

  • 69.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði
  • 89.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði

Annað sem gott er að vita:

Staðsetning æfinga: Æfingar eru haldnar á skíðasvæðum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eftir því hvar aðstæður eru bestar og eru þátttakendur látnir vita um staðsetningu þegar veðurskilyrði eru orðin skýr.

Varðandi búnað: Hægt er að koma með eigin skíðabúnað eða leigja t.d. hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar (vinsamlegast hafið samband við skiol@simnet.is).
Þátttakendur þurfa að koma með höfuðljós.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Skíðagöngunámskeið á Siglufirði 2026
Frá 69.900 kr.
/ Fullorðin