Indland: Heilsu- og ævintýraferð – janúar 2026 **UPPSELT**

28 Dagar

Ást og Friður – Ayurveda studio og MUNDO bjóða til heilsuveislu þar sem áherslan er lögð á panchakarma meðferðina indversku. 

Í þessari ferð gefst tækifæri til að sameina áhrifaríka heilsumeðferð í anda ayurveda og ævintýraferð til Indlands um leið og fræðst er um hina fornu lækningameðferð PANCHAKARMA.  Námskeiðið og ferðina leiðir Heiða Björk næringarþerapisti, ayurvedasérfræðingur, kennari og leiðsögukona. Heilsusetrið sem dvalið verður á fékk nýlega viðurkenningu sem besta Ayurveda heilsusetrið á Suður Indlandi.

  • Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, ayurvedasérfræðingur, kennari og leiðsögukona.
  • 9. janúar - 5. febrúar 2026
  • frá 1.190.000 kr
  • 105.000-145.000 kr (fer eftir tegund herbergis)
  • 25% af verði ferðar
  • greiðist fyrir 20. nóvember 2025 - greiðsluseðill kemur í netbanka
  • 8 - 13

Fyrir hverja er panchakarma?

Panchakarma er einstaklingsmiðuð heilsumeðferð ayurveda lífsvísindanna. Ayurveda læknir fer yfir heilsufar og væntingar og lagar meðferðina að því. Ekki er nauðsynlegt að þekkja ayurvedafræðin eða jógafræðin til að njóta panchakarma meðferðar. 

Með aðferð panchakarma er hægt að koma jafnvægi á lífskraftana þrjá – dósjurnar þrjár: vata, pitta og kapha – sem stýra virkni líkama okkar. Þegar þær eru komnar úr jafnvægi byrja veikindi að láta á sér kræla. Meðferðin er því gagnleg fyrir þá sem glíma við heilsufarsvanda, jafnt líkamlegan sem andlegan en ekki síður fyrir þá sem vilja styrkja líkamann og hægja á öldrun. Húðin ljómar og líkaminn er allur slakur og fínn eftir panchakarma meðferð þar sem dekrað er við hvern og einn með hollu og góðu fæði, jurtastyrktum olíum, olíunuddi eða þurrnuddi með jurtum, jóga, hugleiðslu, öndunaræfingum og einfaldlega með því að slaka á í fallegu umhverfi.

Sumir fara reglulega í panchakarma til að stilla dósjurnar af og leggja inn í heilsubankann en aðrir fara sjaldnar og eingöngu til að vinna með ákveðna sjúkdóma eða kvilla. Því lengur sem dvalið er, því meiri árangur næst.

Í upphafi fyllir fólk út spurningalista varðandi heilsufar sitt og sendir til Athreya setursins. Í kjölfarið ræðir ayurveda læknir við gestinn í spjalli á netinu um heilsufarsatriði sem viðkomandi vill einbeita sér að og um væntingar. Hvaða árangri sé raunhæft að ætla sér að ná. Þegar út er komið tekur við viðtal og skoðun hjá ayurveda lækni sem útbýr prógram í samræmi við svörin í spurningalistanum og skoðunina á staðnum.  Ayurveda læknirinn kemur síðan daglega og athugar með stöðuna hjá hverjum og einum og gerir breytingar í samræmi við þá framvindu sem á sér stað í meðferðinni. 

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Indland: Heilsu- og ævintýraferð – janúar 2026 **UPPSELT**
Frá 1.190.000 kr.
/ Fullorðin