Búrgúndí er héraðið þar sem tíminn hægir á sér og varðveitir sjarma gamla Frakklands. Hér liggja mjúkir hæðarhryggir, vínekruþorp og ilmandi stígar sem leiða þig um græna dali og milli steinbyggðra húsa. Gangan sjálf er heilt ævintýri og umbunin bíður á hverju strái: bragðmikil matargerð, ostar og vín sem segja eigin sögu; að ógleymdri stórskemmtilegri leiðsögn Halldórs E Laxness, sem þekkir þetta svæði og franska matar- og vínmenningu eins og lófann á sér eftir að hafa búið í Frakklandi í áratugi. Textinn í ferðalýsingunni kemur beint frá honum, þannig að það er auðvelt að átta sig á hverju þátttakendur eiga von á. Láttu þetta eftir þér!
-
Halldór E Laxness, leikstjóri, kennari, leiðsögumaður og skemmtikraftur af Guðs náð, sem búið hefur í Frakklandi í áratugi
-
1.-8. apríl 2026
-
489.000 kr
-
70.000 kr
-
25% af heildarverði ferðar
-
greiðist fyrir 19. febrúar 2026
-
14-22
-
20
Beint flug með Icelandair frá KEF til Parísar kl 7:35. Lent í París kl 13:00 að staðartíma, þá væntanlega hungruð og þokkalega vönkuð eftir að hafa vaknað snemma til að ná fluginu sem alltaf fer í loftið á þessum ókristilega tíma. En það er allt í lagi því ég mun taka á móti ykkur og leiða ykkur um, aldingarða, vínakra og um heiðar Frakklands hins mikla lýðveldis. Leigubílar bíða okkar og flytja okkur niður til Parísar á aldagömlu brasseríuna Evrópubúinn þar sem við snæða léttan komuhádegisverð að hætti ferðamanna 19. aldarinnar. Þetta er náttúrulega gert til að hópurinn fari ekki að standa í ferðalögum á fastandi maga sem er einn versti óvinur ferðamannsins. Eftir hádegisverðinn skjótumst við yfir götuna og inní hina miklu Lyon-lestarstöð þar sem hraðskreiðasta lest Evrópu býður okkar. Við komum okkur fyrir í þægilegum hægindastólum, líðum svo um landið á 330 km hraða og á einum og hálfum tíma verðum við mætt niður í hina frægu sýslu Búrgúndí í hinn fræga hrepp “Cote d’or” sem er ekkert annað en Gullbringusýsla, Mekka eðalvína og vestrænnar matargerðarlistar. Við drífum okkur upp á hótel, sem sæluhús frá 16. öld, staðsett í miðri sveitasælu Frakklands og má segja að hér erum við mætt í hið eina og sanna hjarta Evrópu.
Hótelið er 3*** karakterhótel, öll herbergi mjög ólík og því verður herbergjaskipan ákveðin með því að draga lyklana úr hatti svo að allir hafi sömu möguleika. Þetta er ágætis óvissuferð. Þarna gistum við í þrjár nætur.
Eftir innritun verður rölt út í sveitasæluna og svo sem eins og eitt stykki skrúðgarður og höll barin augum. Síðan fáum við okkur eitthvað í gogginn sem á vel við því það er eitt af meiginmarkmiðum ferðarinnar : að hreyfa sig, næra sig á kræsingum, sögu og listum og hreyfa við okkur eins mikið og hægt er. Síðan verður 3ja rétta kvöldverður að hætti verkamannsins í víngarði Búrgúndí á hótelinu.
Núna erum við í suðurhluta Gullbringu-hrepps og fyrsti göngutúrinn verður um Volnay-heiði, síðan áram með stopp hjá bónda í Monthelie-bæ og síðan höldum við áfram til Meursault-bæjar. Þar hittum við mikið léttan og liðugan vert, sem mun galdra fram eitthvað einfalt og gott svo að við getum haldið áfarm göngunni í höllina í Meursault þar sem við fáum að kíkja aðeins í kjallarann hjá greifanum af Meursault. Eftir matinn höldum við gangandi heim á leið og ef þarf að væta kverkarnar þá stingum við okkur inn á einhvern bóndabæinn og fáum að dreypa á framleiðslunni. Þarna eru framleidd himnesk hvítvín og einnig rauðvín. Þegar heim er komið blásum við til fordrykkjar á svölunum og höldum síðan í 3ja rétta kvöldveislu með bændum.
Ganga dagsins er um 8,6 km.
Núna höldum við yfir í bæinn Montrachet eða Montrassinn eins og einhver háðfuglinn nefndi bæinn, því þar þykjast bændur framleiða heimsins bestu hvítvín og við munum láta á það reyna. Förum til ekkjunnar Henrey og leyfum henni að láta okkur smakka svolítið af veigum sínum. Léttur og liðugur vert fær að galdra fram eitthvað einfalt og gott svo við getum haldið áfarm göngunni yfir í hinn fræga bæ Chassagne-Montrachet. Eftir matinn höldum við gangandi yfir í bæ Chassagne-Montrachet þar sem eðalvínareynslan nær hámarki. Þarna eru framleidd himnesk hvítvín og rauðvín. Við hættum á toppnum og höldum heim á leið í leigubílum. Síðan blásum við enn og aftur til fordrykks og höldum síðan í 3ja rétta kvöldverð á svölum hótelsins eins og þreyttir bændur eftir langan vinnudag á ökrunum.
Ganga dagsins er 14 km:
Eftir þessar vísitasíur hjá framleiðendum í suðurhluta Gullbringunnar, Mekka hvítvíns og þriggja daga sveitasælu, þá er gott að fara í borgarferð og hanga svolítið í Beaune-bæ, höfuðstað Gullbringusýslu. Rölt verður um þennan magnað miðaldabæ og listarauki innbyrgður. Mesti vínkjallari héraðsins verður heimsóttur. Göngutúr um Beaune og hið fræga sjúkrahús, Hótel Guðs, verður skoðað. Þessi stofnun var tekið í notkun 1441 og tók á móti sjúkum fram til 1971. Hertogaveisla um kvöldið í Beaune.
Brottför frá hótelinu á gönguskóm, léttum göngubuxum, með hatt, sólkrem og smá vatnskút. Fyrst fáum við far með leigubílum upp í hlíðar Gullbringunnar og þar munum við feta í fótspor Karlamagnúsar og annara sælkera og gorma. Svolítið rölt um heiðar Gullbringunnar og síðan verður dreypt á nokkrum eðalvínum í litlu dalverpi, Pernand-Vergelesses þar sem margir sögunnar menn hafa lagt sig eftir góðan hádegisverð. Röltum niður af heiðinni til Savigny les Beaune þar sem við munum brynna og fóðra hópinn á einhverju eðalfæði og veigum. Eftir helga stund í vínkjallara með vínbónda í pontu þá er mál að kíkja á bæinn Savigny-lès-Beaune, og eina af matstofum bæjarins til að rannsaka uppihald verkamanna héraðsins. Eftir hádegismatinn er tilvalið að heimsækja Corton markesan og reyna aðeins nokkra dropa af frameiðslu hlíðarinnar. Transfer á næturstað í leigubílum. Þriggja rétta kvöldverður að hætti vínbóndans í Burgúndí. Þessa nótt og næstu gistum við í 16. aldar höll.
Ganga dagsins eru léttir 8,5 km.
Brottför á gönguskóm, léttum göngubuxum, með hatt, sólkrem og smá vatnskút. Gengið um dýrustu vínakra veralda, Romanee-Conti, vínsmökkunnarstop á leiðinni yfir í bæinn Vosne Romane og einnig skoðum við höfuðstöðvar Vínbræðralagsins, í Clos de Vougeot-höllinni og síðan verður litið inn hjá einum af vínbændum bæjarins til að kítla svolítið bragðlaukana. Eftir þessa helgistund í vínkjallara með vínbónda í pontu þá er mál að kýkja á eina af matstofum bæjarins til að rannsaka uppihald verkamanna héraðsins. Eftir súpersósur og léttan berjasafa höldum við áfram röltinu og stefnum nú í suður þar sem annar vínbóndi liggur vel við höggi. Við reynum nokkur af vínum Armellu og Bernard í Vosne-Romanee. Eftir þessa himnesku vínsmökkun í Vosne-Romanee er tími að rölta í höllina okkar. Þriggja rétta kvöldverður að hætti hertogans af Burgúndí.
Ganga dagsins er léttir 12,5 km.
Núna er komið að kveðjustund. Kl 7:00 Töskur niður í móttöku og leigubílar aka okkur til Dijon þar sem við tökum aftur hraðlestina og nú til Parisar. Brottför frá Dijon kl 9:00 og komið til Parísar kl 10:24. Fáum okkur leigubíla í Mýrina og innritum okkur á hótelið. Skolum af okkur ferðarykið og hittumst síðan niður í móttöku kl 11:00. Brottför í Mýrarrölt. Við látum okkur dreyma um líf kónga og hjákvenna þeirra, lífið í Mýrinni og ræsum Parísar. Endum á einum af torgum Mýrinnar og fáum okkur eitthvað létt og gott.
Kl 19:30: Röltum um þennan 15. aldar hluta Parísar og stefnum á Signu þar sem við munum fá okkur leikhúskvöldverð að hætti bóhema og annara ræfla. Matur og drykkur, gleði og glaumur á einni af hinum frægu brasserium Parísar. Þar munum við halda enn eina Bóhema-veisluna að hætti Offenbacks, Puccinis, Hemingways og Laxness. Eftir matinn syngjum við á torgum og höldum glöð og reif til rekkju.
Nú kemur sér vel að þurfa ekki að vakna fyrir allar aldir í flug. Við tökum leigubíla tímanlega upp á CDG flugvöll. Beint flug með Icelandair til KEF. Farið í loftið kl 14:20 og lent í KEF kl 15:45 að staðartíma.
