Við gistum á yndislegu hóteli í hjarta gamla bæjarins í Riga, förum á þrjú ólík handverksnámskeið, heimsækjum einstaka spunaverksmiðju, fáum gönguleiðsögn um gamla bæinn í Riga, heimsækjum jólamarkað, smökkum jólalegt gúmmelaði að hætti heimamanna og njótum aðventunnar í borginni.
Í Riga er skemmtilegur jólamarkaður á Dómkirkjutorginu. Þar er mikil stemning, allskyns matur, handverk og fleira skemmtilegt til sölu – tilvalið að gera smá jólagjafainnkaup.
Snemmskráningarafsláttur 12.000 kr ef staðfest er fyrir fyrir 1. apríl 2025
-
Dagný Hermannsdóttir. Hún er handavinnukennari að mennt, forfallin handavinnukona og hefur séð um fararstjórn í prjónaferðunum við góðan orðstír.
-
3.-7. desember 2025
-
268.500
-
25.000
-
67.125
-
10. október 2025 - greiðsluseðill kemur í heimabanka
Gamli bærinn er einstaklega fallegur og stutt að ganga á milli allra helstu staða. Þar er fjöldi verslana og gnægð veitingastaða og kaffihúsa. Í nágrenninu er Central Market, en það er gríðarlega stór markaður, bæði innan- og utandyra. Þar verslar heimafólk mikið og gaman að kíkja þangað. Einnig er stutt í verslunarmiðstöðvar ef áhugi er á að líta við þar. Í Riga eru mörg áhugaverð söfn, þar er fallegt óperuhús og oft er boðið upp á tónleika í kirkjum í gamla bænum. Það er svo sannarlega nóg við að vera en einnig er Riga kjörinn staður til að slappa af og njóta fegurðarinnar.