Láttu drauminn rætast og upplifðu Suður-Grænland í einstöku gönguævintýri! Tryggðu þér sæti í ferð sem sameinar ævintýri og menningu á þessu dularfulla landsvæði!
Komdu með í fimm daga ferð þar sem verður gengið á nýja staði á hverjum degi og við kynnumst stórkostlegu og óspilltu landslagi og fléttum saman sögu, menningu og náttúru til að tengjast umhverfinu.
-
Einar Skúlason, stofnandi Vesens og vergangs, sem leitt hefur ferðir til Grænlands við góðan orðstír
-
18.-22. júní 2026
-
439.500 kr
-
Ekki í boði - bara tveggja manna herbergi
-
25% af verði ferðar
-
Eftirstöðvar greiðist fyrir 5. maí 2026 - greiðsluseðill sendur í netbanka
-
11-17
Við siglum um Qalerallit fjörðinn og verðum vitni að því þegar djúpbláir ísjakar brotna af jöklinum og steypast niður í sjó með braki og brestum. Við göngum um grænlenskt landslag og getum átt von á því sjá erni, refi og snæhéra á ferðalaginu og ísjaka sem lóna á fjörðunum. Við spáum í sögu allt frá tíma norræna samfélags Eiríks rauða og menningar Inúíta til Grænlendinga dagsins í dag. Við munum hitta heimafólk, skoða sögustaði eins og Brattahlíð (Qassiarsuk), Hvalseyjarkirkju og Garða (Igaliku) og hugleiða hvernig landnám norrænna manna lauk á miðöldum.
Eins ótrúlega og það hljómar þá er ekki mikið af moskító á meginhluta þess svæðis sem við göngum. Þar sem er sauðfé kemur moskítóflugan ekki en þar getur verið bitmý. Við tökum með okkur viðeigandi áburð til þess að takast á við bit, en taka verður fram að í fyrri ferðum hafa verið örfá bit á hvern og einn.
