Perúævintýri með Önnu Pálu – júní 2026

18 Dagar

Í þessari ævintýraferð ætlum við að skoða vel mismunandi svæði í hinu ótrúlega fjölbreytta og fallega landi Perú. Við göngum hina vinsælu stuttu Inkaleið að Machu Picchu (sjá nánar neðar á síðunni), njótum lífsins í litríku borginni Cusco og skoðum rústir, náttúru og markaði í hinum íðilfagra Heilaga dal.

En Perú er svo mikið meira en bara Cusco og nágrenni og algjör synd að láta hér við sitja! Við ætlum því einnig að rannsaka Amazonfrumskóginn með sínu fjölbreytta dýralífi og gróðri, heimsækja hvítu borgina Arequipa sem er á heimsminjaskrá UNESCO og Colca gljúfrið mikilfenglega sem er jafnframt heimkynni hinna stórkostlegu Andeskondóra. Ekki má gleyma höfuðborginni Lima, en þar munum við skella okkur í skemmtilegan matar- og menningarlabbitúr en borgin er einmitt þekkt fyrir sína einstöku matarmenningu.

Leyfi til að ganga Inkastíginn þarf að panta með nafni og vegabréfsnúmeri, ekki er hægt að taka frá fyrir „nafnlausan“ hóp og því þurfum við að vera snögg að ganga frá skráningu í þessa ferð. Sama gildir fyrir innanlandsflugin, og því er lokadagur að staðfesta í ferðina 8. desember 2025.

  • Anna Pála Stefánsdóttir spænskukennari og leiðsögumaður með um 25 ára reynslu á báðum sviðum. Hennar helsta ástríða er að skipuleggja ferðir og hún nýtur þess í botn að ferðast og kynna fólk fyrir uppáhalds áfangastöðunum sínum. Hún veit ekkert skemmtilegra en að ferðast um Rómönsku-Ameríku.
  • 3.-21. júní 2026
  • 895.000 kr plús flug milli Íslands og Perú (Mundo sér um að bóka - verð ca 270-300 þús)
  • 135.000 kr
  • 223.750 kr
  • Flugmiðar greiðist 12. desember 2025. Lokagreiðsla 3. apríl 2026 - greiðsluseðill kemur í heimabanka.
  • 10 - 14

Hvað er stutti Inkastígurinn?

Í hinum klassísku 4ra daga Inkastígsferðum er gengið í 3 daga í 43 km, gist í Aguascalientes og fjórði dagurinn er tekinn í að skoða Machu Picchu með leiðsögn morguninn eftir. 
Í stuttu ferðinni er einn göngudagur sem lítur svona út:
Í stuttum Inkastíg er gengið upp í móti að Inkastígnum sem farinn er á degi 3 í hefðbundnu ferðinni og er einn fallegasti partur leiðarinnar. Göngufólk gengur upp að fallegustu rústunum á Inkastígnum Wiñaywayna sem við tökum tíma í að skoða. Við borðum svo hádegismat á tjaldstæðinu þar nálægt og höldum svo eftir Inkastígnum, gegnum sólarhliðið þar sem við sjáum Machu Picchu fyrst, göngum svo niðureftir til að fá betra útsýni yfir þennan magnaða stað.
Gangan er 13 km eða með öllu um 7 klst. og í henni fáum við smjörþefinn af tröppunum endalausu og náttúrufegurðinni við stíginn. Við tökum svo daginn eftir í að skoða týndu borgina gaumgæfilega líkt og í hinum klassísku Inkastígsferðum. 
Þessi kostur er góður fyrir fólk sem langar í göngu en sefur ekki vel í tjaldi, finnst ekki heillandi að ganga upp og niður 10.000 tröppur í 43 km og vill síður hækka sig upp í 4200 metra hæð eins og gert er í löngu ferðinni, sem fer illa með suma, meira að segja heilsupinna í súpergóðu formi. Í stuttu Inkagöngunni förum við hæst í 2700 metra hæð.
Ef fólki langar ekki að fara í neina göngu og vill bara vera með í að skoða Machu Picchu daginn eftir er það guðvelkomið, þá fær það fólk bara frjálsan tíma í Aguascalientes sem er líflegur bær, og við græjum að þau fái að heimsækja hæsta svæðið í Machu Picchu þar sem gönguhópurinn mun koma niður.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Perúævintýri með Önnu Pálu – júní 2026
Frá 895.000 kr.
/ Fullorðin