Spænskunám í Cádiz fyrir 16-19 ára

15 Dagar

Frábært tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungt fólk um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi. Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er.
Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.  Einnig er hægt að velja gistingu á heimavist skólans.

  • Umsjón ferðar: Nanna Hlíf Ingvadóttir umsjónarmaður ungmennaferða hjá Mundo og 30 ára starfsreynsla sem tónlistarkennari
  • 27. júlí - 10. ágúst 2025
  • 430.000
  • 107.500
  • Greiðist fyrir 5. júní 2025 - greiðsluseðill kemur í netbanka.
  • 16
  • 19

Markmið ferðarinnar:
Spænskunám 20 stundir á viku í tungumálaskólanum CLIC sem hefur verið rekinn í fjölda ára um allan Spán. Kennslu er skipt í tvennt, málfræðireglur og talað mál. Nemendum er skipt í hópa eftir spænskukunnáttu.
Menningarupplifun með fjölbreyttri dagskrá á hverjum degi.
Kynnast spænskum fjölskyldum og ungmennum frá öllum heimshornum.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Spænskunám í Cádiz fyrir 16-19 ára
Frá 430.000 kr.
/ Fullorðin