Frábært 2 vikna spænskunám og ævintýraleg dagskrá í Zafra í Extramadura! Tveggja vikna spænskunámskeið og uppbyggilegt hópastarf fyrir 13-15 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og íslenskir fararstjórar með í ferðinni sem halda utan um hópinn. Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
-
upplýsingar koma síðar
-
dagsetning kemur síðar
-
kemur síðar
-
25% af heildarverði ferðar
-
Greiðist 6 vikum fyrir brottför - greiðsluseðill kemur í netbanka.
-
13
-
15
Yfirlit
Spænskubúðir Mundo hafa nú verið starfræktar frá árinu 2012. Það eru engar ýkjur að þær eru flaggskip og stolt ferðaskrifstofunnar og fjöldi þeirra ungmenna sem dvalið hefur í Zafra hleypur nú á hundruðum. Búðirnar 2024 verða í Zafra í Extremadura sem er 20 þúsund manna bær í 150 kílómetra fjarlægð frá Sevilla. Bærinn er meðal þrjátíu fallegustu þorpa Spánar. Hann er jafnframt lítill og öruggur, hefur flest sem unglingar hafa gaman af en ekki það sem foreldrar óttast.
Íslenskur fararstjóri verður með hópnum allan tímann.
Gisting og fæði: Þátttakendur dvelja á spænskum heimilum þar sem búa ungmenni á svipuðum aldri. Þannig eru íslensku krakkarnir í öruggu umhverfi og í félagsskap spænskra ungmenna, nokkuð sem flýtir fyrir tungumálanáminu og eykur líkurnar á að vináttusambönd myndist fyrir lífstíð.
Námið: Spænskutímar: 9.00 -13.00 mán-fös. Nemendur læra undirstöðuatriði málfræði en aðal áherslan er þó lögð á að geta talað og skilið einfaldar umræður á spænsku. Spænsku krakkarnir taka fullan þátt í dagskránni og sækja enskunámskeið á meðan íslensku krakkarnir er á spænskunámskeiði.
Hópastarf: Á hverjum degi gefum við okkur tíma til að ræða ýmiskonar hugleiðingar s.s samskipti, eigin upplifun – framkomu og viðbrögð, ólika menningu.
Dagskrá síðdegis og um helgar: Síðdegis eru spænsku og íslensku krakkarnir saman í skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu undir leiðsögn spænskra og íslenskra fararstjóra.
Dæmi um dagskrá: Íþróttadagur, sundlaugaferðir, hjólatúr, borgarferð til Sevilla og Mérida, ferð á ströndina þar sem gist er eina nótt.