Uppgötvaðu vorið í Kosovó — þar sem fjöllin vakna í grænum skugga, árnar glitra undir sólinni og göturnar fyllast af tónlist, kaffilykt og hlátri. Komdu og upplifðu landið sem tekur á móti þér með opnum örmum og gestrisni heimamanna.
Í þessari ferð færum við þér göngu í fjöllunum, menningu og sögu í byggð. Komdu með á nýjar slóðir!
-
Birna María Þorbjarnardóttir ásamt innlendum fararstjóra. Útivist og gönguferðir eru stærsta áhugamál hennar og eftir að hafa heimsótt Balkanlöndin á gönguskónum með bakpokann þá eru þau í miklu uppáhaldi.
-
28. mars - 4. apríl 2026
-
295.000 kr plús flug milli Íslands og Kosovo (Mundo sér um að bóka - verð ca 120-130 þús)
-
25.000 kr
-
25% af verði ferðar
-
Eftirstöðvar greiðast fyrir 13. febrúar 2026
-
10-14
Hvers vegna er þessi ferð er einstök? Hún sameinar ævintýri (fjallgöngur og klifur) og menningarupplifun (UNESCO klaustur, sögulegar borgir, vínhérað) – allt á minna þekktum slóðum Balkanskaga.
Þú munt upplifa óspillt fjallalandslag, sanna sveitalífsmenningu Kosovo, trúarleg og söguleg minnismerki, heimagerðan mat, vín og gestrisni heimamanna
