Mundo er ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman

Frítt fyrir unglinga í sumarbúðir í Reykjavík sumarið 2017!!

Frábært tækifæri fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára til að kynnast nýjum jafnöldrum frá Íslandi og Spáni og eiga ævintýralegar þrjár vikur í sumar. Viltu vita hvernig það er hægt? Lestu áfram hér fyrir neðan.

Category:

Dagana 24. júní til 15. júlí 2017 verða hér á landi 25 spænsk ungmenni (13-16 ára) í sumarbúðum Mundo í Reykjavík. Við hjá Mundo ferðaskrifstofu leitum nú að fósturfjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu. Sumarbúðirnar byggja á win win sambandi við fósturfjölskyldurnar. Dæmi: Ef það er 15 ára strákur í fjölskyldunni þá hýsir fjölskyldan 14-16 ára spænskan strák og hugsar um hann sem sitt eigið barn í 3 vikur. Í staðinn býðst unglingnum í fjölskyldunni að sækja spænskunámskeið og taka þátt í afar fjölbreyttri dagskrá með hópnum allan tímann. Farið verður í vettvangsferðir, allskonar útidagskrá, eina útilegu, o.fl. Þetta er ævintýri! Mundo sér um unglingana frá 9-16 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Unglingurinn kynnist 24 nýjum íslenskum krökkum á sama aldri og 25 spænskum. Frábært tækifæri fyrir unglinga til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa gaman af í leiðinni.

Nánari upplýsingar hjá silja@mundo.is