Viltu gefa unglingnum í fjölskyldunni inneign sem fer í reynslubankann? Viltu gefa þeim sem þér þykir vænt um inneign í ógleymanlegt ævintýri? Gjafabréf Mundo er hægt að nýta sem innborgun í ferðir og námskeið á vegum Mundo.
Er “4 árið” í menntaskóla ekki fengið tækifæri til að læra nýtt tungumál og hugleiða næstu skref? Stytting menntaskólaáranna hefur ekki vakið ánægju allra en það sem þó er jákvætt er að nú má segja að íslenskir nemar geti leyft sér hið margrómaða UMHUGSUNARÁR sem vinsælt hefur verið meðal ungs fólks í öðrum löndum.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir 14-16 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og einnig er íslenskir fararstjórar eru með í ferðinni og halda utan um krakkana. Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er. Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 15-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.
Skiptinám getur verið stórkostleg reynsla sem hjálpar ungmennum að vaxa undurhratt á skömmum tíma auk þess að ná góðum tökum á nýju tungumáli. Rannsóknir sýna að þau ungmenni sem fara út sem skiptinemar búa að því alla ævi.
Löng hefð er fyrir þýskukennslu á Íslandi og hér er boðið upp á tækifæri til að ungmenni nái fullkomnu valdi á málinu og geti nýtt sér það að gagni í lífinu. Þýskukunnátta er fjársjóður sem endist í lífi og starfi […]
Hefurðu hugsað um að lofa unglingnum á heimilinu að fara í skiptinám en hikar svo þegar kemur að óvissuþáttunum og þeirri staðreynd hvað heimurinn er stór og hversu margt gæti komið uppá? MUNDO þekkir þá tilfinningu og ákvað þess vegna […]
MUNDO er sönn ánægja að bjóða upp á skiptinám Í Bandaríkjunum. Skiptinámið er fyrir 15-17,5 ára krakka (miðað við aldurinn þegar lagt er af stað í skiptinámið) og geta þau valið á milli þess að dvelja þar í um 5 […]