Ferðaskrifstofan Mundo býður áhugafólki um bókmenntir og ritlist upp á ritsmiðjunámskeið undir handleiðslu Auðar Jónsdóttur rithöfunds í janúar. Á námskeiðinu leikur Auður með hugmyndina að skrifa til að skilja og sjá sögurnar í lífinu. Hún gefur ráð svo að fólk geti fengið frið fyrir of ágengri sjálfsgagnrýni í þessum efnum og skapað rými fyrir flæði hugans, skrifað ósjálfrátt, ef svo má segja. Hún mun jafnframt segja frá aðferðum við að byggja upp sögu og verður með nokkrar hvetjandi skrifæfingar í farteskinu, bæði æfingar í stíl og persónusköpun, og vonast til að geta styrkt sem flesta við að tileinka sér skrif, hvort sem þeir vilja skrifa skáldskap eða lifandi greinar.
Hefurðu gaman að því að prjóna og kynnast siðum og menningu í öðrum löndum? Elskarðu að læra ný mynstur og láta reyna á prjónahæfileika þína? Þá er þessi ferð mögulega draumaferðin þín. Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Hefðin […]
Ert þú list- eða verkgreinakennari? Vilt þú fara í námsferð sem er sérsniðin að þínum faglegu þörfum? Kannski hentar þessi ferð þér? Farið verður í fjóra ólíka skóla, einkaskóla sem og almenna, þrjá á grunnskólastigi og einn á framhaldskólastigi. Skólarnir […]