Viltu gefa unglingnum í fjölskyldunni inneign sem fer í reynslubankann? Viltu gefa þeim sem þér þykir vænt um inneign í ógleymanlegt ævintýri? Gjafabréf Mundo er hægt að nýta sem innborgun í ferðir og námskeið á vegum Mundo.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir 14-16 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og einnig er íslenskir fararstjórar eru með í ferðinni og halda utan um krakkana. Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er. Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 15-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.