Farnar verða tvær ferðir á utanbrautarskíðum/ferðaskíðum um helgina. Annars vegar verður farið frá Fljótum, yfir Lágheiðina og inn á Ólafsfjörð á föstudegi, og hins vegar út í Héðinsfjörð á laugardegi, en náttúrufegurðin er engu lík á þessum leiðum. Þóra Tómasdóttir […]
Ferðaskrifstofan Mundo býður áhugafólki um bókmenntir og ritlist upp á ritsmiðjunámskeið undir handleiðslu Auðar Jónsdóttur rithöfunds í janúar. Á námskeiðinu leikur Auður með hugmyndina að skrifa til að skilja og sjá sögurnar í lífinu. Hún gefur ráð svo að fólk geti fengið frið fyrir of ágengri sjálfsgagnrýni í þessum efnum og skapað rými fyrir flæði hugans, skrifað ósjálfrátt, ef svo má segja. Hún mun jafnframt segja frá aðferðum við að byggja upp sögu og verður með nokkrar hvetjandi skrifæfingar í farteskinu, bæði æfingar í stíl og persónusköpun, og vonast til að geta styrkt sem flesta við að tileinka sér skrif, hvort sem þeir vilja skrifa skáldskap eða lifandi greinar.
Hefurðu gaman að því að prjóna og kynnast siðum og menningu í öðrum löndum? Elskarðu að læra ný mynstur og láta reyna á prjónahæfileika þína? Þá er þessi ferð mögulega draumaferðin þín. Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Hefðin […]
Ert þú list- eða verkgreinakennari? Vilt þú fara í námsferð sem er sérsniðin að þínum faglegu þörfum? Kannski hentar þessi ferð þér? Farið verður í fjóra ólíka skóla, einkaskóla sem og almenna, þrjá á grunnskólastigi og einn á framhaldskólastigi. Skólarnir […]
Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði um helgar í janúar, febrúar og mars, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Enginn annar er ólympíufarinn á gönguskíðum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, sér um að kenna þér allt sem þarf […]
Er komið að því að láta drauminn rætast? Langar þig í ævintýraferð og búa til minningar fyrir lífstíð? Ferð Mundo um Perú og Amazonfljótið er heldur betur til þess fallin! Machu Picchu er eitt af undrum veraldar, sigling á […]
Það er eitthvað heillandi við að ferðast um Jakobsveginn á Spáni. Þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og hver og einn upplifir ferðina á sinn hátt – þetta er ferðalag sem sannarlega hefur breytt lífi margra. Gönguferð um fyrstu […]
Hefur þig lengi dreymt um að ganga Jakobsveginn? Getur verið að nú sé komið að því? Langar þig að njóta pílagrímagöngunnar í rólegheitum og hafa tíma til að meðtaka listir, sögu og náttúru sem fyrir augu ber á leiðinni? Langar […]