Ævintýralandið Litháen býður upp á ógleymanlega blöndu af náttúru, byggingarlist, menningu og hefðum. Þetta er ferðalag sem býður þér í spennandi könnunarleiðangur um land sem fáir þekkja, að komast í snertingu við menningu og heimafólk, með upplifun sem kemur á óvart.
Pílagrímaleiðir Spánar eru einstök upplifun og í þessari ferð göngum við ensku leiðina svokölluðu. Þessi leið er fyrir þau sem vilja njóta lífsins og sumarsins í góðum félagsskap, 100 km gengnir á 6 dögum. Lifa og njóta.
Nepal. Það er eitthvað við andrúmsloftið, náttúruna og fólkið sem þar býr. Þegar maður hefur einu sinni farið, þá langar mann aftur.
Þessi ferð er sannkallað ævintýri, þar sem við upplifum menningu, náttúru og dýralíf, fjögurra daga göngu í fjöllunum, dvöl á heilsulind – allt það besta sem Nepal hefur upp á að bjóða.
MUNDO hefur sérhannað ferðir fyrir kennarahópa til Frakklands og Spánar hvort sem er í byrjun sumarleyfis eða í haust- og vetrarfríum.
Ferðirnar er styrkhæfar hjá KÍ, enda vönduð dagskrá með skólaheimsóknum, fyrirlestrum og örnámskeiðum. Lífleg dagskrá hvern dag með góðri samsetningu af fræðslu og skemmtun.
Viltu gefa unglingnum í fjölskyldunni inneign sem fer í reynslubankann? Viltu gefa þeim sem þér þykir vænt um inneign í ógleymanlegt ævintýri? Gjafabréf Mundo er hægt að nýta sem innborgun í ferðir og námskeið á vegum Mundo.
Er “4 árið” í menntaskóla ekki fengið tækifæri til að læra nýtt tungumál og hugleiða næstu skref? Stytting menntaskólaáranna hefur ekki vakið ánægju allra en það sem þó er jákvætt er að nú má segja að íslenskir nemar geti leyft sér hið margrómaða UMHUGSUNARÁR sem vinsælt hefur verið meðal ungs fólks í öðrum löndum.
Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Til eru þrjú afbrigði: (1) Camino Central Portugues, (2) Camino Portugues por la Costa, (3) Senda Litoral de Camino Costal. Við ætlum að ganga síðustu 130 km frá Valença/Tui, sérleið sem kallast Variante Espiritual, í gegnum Redondela, Pontevedra, Villanova de Arousa og Padrón á 7 dögum til Santiago de Compostela.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir 14-16 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og einnig er íslenskir fararstjórar eru með í ferðinni og halda utan um krakkana. Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er. Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
Hefurðu gaman að því að prjóna og kynnast siðum og menningu í öðrum löndum? Elskarðu að læra nýjar aðferðir og tækni? Viltu verja tíma með fólki með sama áhugamál? Þá er þessi ferð mögulega draumaferðin þín.
Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Hópurinn ætlar að ganga fallegustu kaflana meðfram hvítum sand- og klettaströndum og um skógarstíga og sveitaþorp. Við munum njóta þess að finna lyktina af sumrinu, gæða okkur á góðum mat, rækta líkama og sál og njóta þess að vera til í góðum félagsskap og fallegu umhverfi.