Viltu gefa unglingnum í fjölskyldunni inneign sem fer í reynslubankann? Viltu gefa þeim sem þér þykir vænt um inneign í ógleymanlegt ævintýri? Gjafabréf Mundo er hægt að nýta sem innborgun í ferðir og námskeið á vegum Mundo.
Ferðaskrifstofan Mundo er í góðu sambandi við alþjóðlegu GSD skólana á Spáni. GSD skólarnir eru stofnaðir af spænskum kennurum sem vildu móta skólastarfið eftir þeirra eigin bestu reynslu úr kennslustarfinu. Skólarnir eru dreifðir um landið og eru leik,- grunn- og […]
Þarftu hvíld og dekur?
Ef svarið við þessu er já þá gætir þú kunnað að meta að dvelja í viku á dekurhótelinu Termy Palacowe í Nalezco w, rétt hjá Lublin í Póllandi. Innifalið í verðinu er 6 nætur, allar máltíðir á heilsuhælinu, ellefu klukkustundir af fjölbreyttum heilsu- og snyrtimeðferðum og ótakmarkaður tími í baðhús, leirbað, sauna o.fl. Ekki má gleyma undurfallegri náttúru þar sem hægt er að gleyma sér á göngu í loftslagi sem rómað er fyrir heilun. Þú getur farið hvenær sem þér hentar ef það eru laus pláss.