2019: Menningarferð til Moskvu

Menningarferð til Moskvu

Moskva er sögufræg borg og menning er þar í hávegum höfð. Hvernig hljómar stefnumót við Tolstoi, Pushkin og Tsjajkovskí ásamt því að skoða Rauða torgið, Kreml, St. Basil dómkirkjuna og merkustu listasöfn Evrópu allt í einni og sömu ferð?

Ferðatímabil 23. – 29. september 2019

Fararstjóri: Áslaug Agnarsdóttir
Verð miðað við tvo saman í herbergi: kr. 339.000
Verð fyrir einbýli: kr. 387.000
Farþegafjöldi: lágmarksfjöldi 12 manns
Staðfestingargjald kr. 75.000 (óafturkræft)

Skráningarfrestur til og með 20. júlí.

Upplýsingar um ferðina hjá Dagrúnu, dagrun@mundo.is, eða í síma 7884646

Moskva

Haustið var uppáhaldsárstími Alexanders Púshkíns, þjóðskálds Rússa. Og haustdagar í Moskvu eru engu líkir. Moskva, sem er höfuðborg Rússlands og fjölmennasta borg Evrópu, hefur upp á ótalmargt að bjóða. Moskva er sögufræg borg þar sem menning er í hávegum höfð. Gömul hverfi með styttur og gamlar kirkjur við hvert fótmál setja svip á borgina þótt nútíminn hafi svo sannarlega hafið innreið sína. Segja má að hjarta borgarinnar sé á Rauða torginu en það er við hliðina á Kreml, sem er nú stjórnarsetur landsins, bústaður forsetans og safn. Innan múra Kreml er að finna fjórar dómkirkjur og höll þar sem Rússakeisarar bjuggu áður fyrr. Á Rauða torginu er einnig að finna St. Basil dómkirkjuna, en hún hefur löngum verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Skoðað verður Tretjakov-listasafnið sem er helsta listasafn Moskvu og einnig verður heimili Leós Tolstoj í Moskvu skoðað, einstaklega áhrifamikið og skemmtilegt safn. Á fjórða degi verður farið í dagsferð út fyrir borgina, fyrst til Sergiev Posad og svo til Abramtsevo. Sergiev Posad er trúarleg miðstöð grísk-kaþólsku kirkjunnar, þar er frægt klaustur og bærinn er einnig þekktur fyrir það að matrjoshka dúkkan marglaga er upprunnin þaðan. Abramtsevo er frægt herrasetur þar sem listamenn og rithöfundur söfnuðust saman á 19. öld. Þar er nú safn.

Fararstjórinn:
Í september 2019 efnir ferðaskrifstofan Mundo til menningarferðar til Moskvu með Áslaugu Agnarsdóttur, bókaverði og þýðanda. Áslaug lagði stund á rússnesku og hefur þýtt talsvert úr því máli. Hún hefur auk þess ferðast um ýmis fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og kynnt sér sögu þeirra.

Innifalið:
Flug
Ferðir til og frá flugvelli og í skoðunarferðir þar sem við á
Gisting m. morgunmat
Hádegisverðir
Aðgangur að söfnum sem getið er í dagskrá ásamt leiðsögn
Enskumælandi leiðsögumenn á söguslóðum
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Kvöldverðir

Dagur 1
Flogið með Icelandair frá Keflavík kl. 9:50 til Helsinki og áfram síðdegis með Finnair. Lending í Moskvu kl. 19:20. Rútuferð heim á hótel en gist verður á Grand Marriott sem er 5 stjórnu hótel.

Dagur 2
Kl. 9:00 Skoðunarferð um borgina, þar á meðal Rauða torgið, Vorobyevy hæðirnar og Victory Park.
Kl. 13:00 Hádegisverður snæddur á Tsjajkovskí-veitingahúsinu.
Kl. 14:30 Gulag – safnið

Dagur 3
Kl. 10:00 Lagt af stað
Kl. 10:45 Tretjakov galleríið
Kl. 13:30 Hádegisverður á Buloshnaya-veitingahúsinu
Kl. 15:00 Leo Tolstoi minningarsafn í Khamovníkí ásamt Dostojevsky-safninu.

Dagur 4
Kl. 10:30 Lagt af stað í skoðunarferð til Kreml
Kl. 11:30  Skoðunarferð um Kreml
Kl. 13:00 Þriggja rétta hádegisverður á Godunov-veitingastaðnum.

Dagur 5 – Frjáls dagur
Mundo mælir með því að skoða Bulgakov og Turgenev söfnin, Pushkin bókmenntasafnið og fara í Bolshoi leikhúsið. Bæði ópera og ballett í boði en Mundo getur haft milligöngu með miðakaup sé þess óskað.

Dagur 6 – Heill dagur
Kl. 9:00 Lagt af stað til  Sergiev Posad
11:00 Lavra munkaklaustrið skoðað
12:30 Hádegisverður á Russkiy Dvorik
14:00 Lagt af stað til Abramtsevo
15:00 Skoðunarferð um Abramtsevo
17:00 Lagt af stað til Moskvu.
19:00 komið heim á hótel.

Dagur 7
Brottfarardagur
Kl. 6:45 rútuferð út á flugvöll
10:00 Flug AY 712 til Helsinki.

Deila á facebook